Körfuboltakvöld: Gunnar Ólafsson er að koma Fannari á óvart Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 17. nóvember 2018 13:00 Gunnar hefur verið öflugur í liði Keflvíkinga vf.is Gunnar Ólafsson hefur byrjað leiktíðina vel fyrir Keflavík í Dominos-deildinni en hann snéri aftur til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa leikið í bandaríska háskólaboltanum. Gunnar var til umræðu hjá sérfræðingunum í Körfuboltakvöldið en Fannar Ólafsson er ákaflega hrifinn af honum. „Eins og ég sagði einhvern tímann um daginn, þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast. Hann hafði verið í háskóla úti. Talandi um að vera tilbúinn í að spila þennan leik, talandi um að vera með góðan grunn, talandi um að vera alltaf á fullu. Það er svo mikið varið í þennan strák. Hann er ofboðslega góður, kom mér rosalega á óvart. Hann er nautsterkur og með bullandi sjálfstraust,“ sagði Fannar. Gunnar átti flottan leik í tveggja stiga sigri Keflavíkur á Skallagrím en hann skoraði 20 stig. „Hann var ekkert að hitta sérstaklega í þessum leik en hann er samt með 20 stig og varnarleikurinn sem hann spilar og annað slíkt. Orkan sem kemur frá honum líka,“ sagði Hermann Hauksson um Gunnar. Gunnar lék með St. Francis háskólanum síðastliðin fjögur ár en hann fékk ekki að spila eins mikið og hann vildi þar. „Maður sá það alveg áður en hann fór frá landi að þetta var hæfileikaríkur strákur. Hæfileikarnir voru alveg til. En svo fer hann út í fjögur ár og fær mismikið spil, oft mikið minna en hann þurfti. En hann þraukaði í fjögur ár,“ bætti Hermann við. „Þú ert að æfa með ofboðslega öflugum leikmönnum í góðum skóla. Hann bætti sig og hann kyngdi því. Ég er mjög hrifinn af honum," sagði Fannar. Dominos-deild karla Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Gunnar Ólafsson hefur byrjað leiktíðina vel fyrir Keflavík í Dominos-deildinni en hann snéri aftur til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa leikið í bandaríska háskólaboltanum. Gunnar var til umræðu hjá sérfræðingunum í Körfuboltakvöldið en Fannar Ólafsson er ákaflega hrifinn af honum. „Eins og ég sagði einhvern tímann um daginn, þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast. Hann hafði verið í háskóla úti. Talandi um að vera tilbúinn í að spila þennan leik, talandi um að vera með góðan grunn, talandi um að vera alltaf á fullu. Það er svo mikið varið í þennan strák. Hann er ofboðslega góður, kom mér rosalega á óvart. Hann er nautsterkur og með bullandi sjálfstraust,“ sagði Fannar. Gunnar átti flottan leik í tveggja stiga sigri Keflavíkur á Skallagrím en hann skoraði 20 stig. „Hann var ekkert að hitta sérstaklega í þessum leik en hann er samt með 20 stig og varnarleikurinn sem hann spilar og annað slíkt. Orkan sem kemur frá honum líka,“ sagði Hermann Hauksson um Gunnar. Gunnar lék með St. Francis háskólanum síðastliðin fjögur ár en hann fékk ekki að spila eins mikið og hann vildi þar. „Maður sá það alveg áður en hann fór frá landi að þetta var hæfileikaríkur strákur. Hæfileikarnir voru alveg til. En svo fer hann út í fjögur ár og fær mismikið spil, oft mikið minna en hann þurfti. En hann þraukaði í fjögur ár,“ bætti Hermann við. „Þú ert að æfa með ofboðslega öflugum leikmönnum í góðum skóla. Hann bætti sig og hann kyngdi því. Ég er mjög hrifinn af honum," sagði Fannar.
Dominos-deild karla Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira