Úrslitaleikir í fyrstu keppni Þjóðadeildarinnar fara fram í Portúgal en það varð ljóst í gærkvöldi eftir að Evrópumeistarar Portúgals tryggðu sér þátttökurétt í undanúrslitum keppninnar.
Evrópumeistarar Portúgals gerðu markalaust jafntefli við Ítalíu í gærkvöldi og þar með varð ljóst að Portúgalar vinna sinn riðil og munu því fara í undanúrslit keppninnar sem fer fram næsta sumar.
Portúgal er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit A-deildarinnar en í dag og á morgun ræðst hvaða lið bætast við í þann hóp.
Þýskaland og Holland mætast á morgun og dugir Hollendingum jafntefli til þess að vinna sinn riðil. Vinni Þjóðverjar fara heimsmeistarar Frakklands í undanúrslitin.
Í riðli okkar Íslendinga standa Belgar vel að vígi en þeir mæta Sviss í dag í úrslitaleik um toppsætið. Sviss verður að vinna leikinn til þess að ná toppsætinu en Belgíu dugir jafntefli.
Í dag verður ráðast svo úrslitin í riðli fjögur er England fær Króatíu í heimsókn. Sigurliðið í dag vinnur riðilinn og kemst í undanúrslit, en fari leikurinn jafntefli fara Spánverjar í undanúrslit.
Undanúrslitin fara fram 5. og 6. júní næsta sumar, en dregið verður í undanúrslitin þann 3. desember. Leikurinn um þriðja sætið og sjálfur úrslitaleikurinn fara svo fram þann 9. júní.
Leikirnir verða spilaðir á Estadio do Dragao, heimavelli Porto og Estadio D. Afonso Henriques, heimavelli Vitoria de Guimaraes.
Úrslitaleikir Þjóðadeildarinnar fara fram í Portúgal
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
