Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa í dag Sylvía Hall skrifar 18. nóvember 2018 11:30 Dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang. Samgöngustofa Í dag fer fram athöfn í tilefni alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa. Þetta er sjöunda árið þar sem slík athöfn fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst en dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang. Samgöngustofa og samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum ásamt öðrum sjálfboðaliðum en tilgangurinn dagsins er meðal annars til þess að hvetja fólk til þess að leiða hugann að tilefninu og ekki síður þeirri ábyrgð sem hver og einn ber í umferðinni. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, flytur ávarp og segir frá tilefni dagsins en hann missti sjálfur foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni í nóvember árið 1987. Þóranna M. Sigurbergsdóttir mun einnig flytja ávarp en hún og eiginmaður hennar misstu son sinn Sigurjón aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbraut árið 1996 en Sigurjón þeirra hefði orðið 40 ára í dag. Athöfnin fer fram í dag og hefst hún klukkan 16:00 við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi. Rétt er að vekja athygli á því að klukkan 15:40 mun þyrla landhelgisgæslunnar lenda á þyrlupallinum og í kjölfarið verður ökutækum viðbragðsaðila stillt upp við hlið hennar. Boðið verður upp á léttar veitingar þegar dagskrá lýkur. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu hafa 1564 einstaklingar látist í umferðinni hér á landi frá upphafi bílaaldar árið 1915. Um 4 þúsund einstaklingar láta lífið í umferðarslysum í heiminum á degi hverjum og hundruð þúsunda slasast. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Í dag fer fram athöfn í tilefni alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa. Þetta er sjöunda árið þar sem slík athöfn fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst en dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang. Samgöngustofa og samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum ásamt öðrum sjálfboðaliðum en tilgangurinn dagsins er meðal annars til þess að hvetja fólk til þess að leiða hugann að tilefninu og ekki síður þeirri ábyrgð sem hver og einn ber í umferðinni. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, flytur ávarp og segir frá tilefni dagsins en hann missti sjálfur foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni í nóvember árið 1987. Þóranna M. Sigurbergsdóttir mun einnig flytja ávarp en hún og eiginmaður hennar misstu son sinn Sigurjón aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbraut árið 1996 en Sigurjón þeirra hefði orðið 40 ára í dag. Athöfnin fer fram í dag og hefst hún klukkan 16:00 við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi. Rétt er að vekja athygli á því að klukkan 15:40 mun þyrla landhelgisgæslunnar lenda á þyrlupallinum og í kjölfarið verður ökutækum viðbragðsaðila stillt upp við hlið hennar. Boðið verður upp á léttar veitingar þegar dagskrá lýkur. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu hafa 1564 einstaklingar látist í umferðinni hér á landi frá upphafi bílaaldar árið 1915. Um 4 þúsund einstaklingar láta lífið í umferðarslysum í heiminum á degi hverjum og hundruð þúsunda slasast.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira