Tíu ára prjónasnillingur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2018 19:45 Þrátt fyrir að Helgi Reynisson í Flóahreppi sé ekki nema tíu ára gamall þá er hann búin að prjóna ullarsokka, vettlinga, húfu og lopapeysu á sig. Auk þess hefur hann lært krosssaum. Helgi býr á bænum Hurðarbaki í Flóa en hann á fjögur systkini sem eru dugleg að leika sér saman í sveitinni, ekki síst að hoppa á trampólíninu á bæjarhlaðinu. Þegar Helgi er í prjónastuði þá fer hann til Kristínar ömmu sinnar þar sem þau setjast saman við eldhúsborðið og prjóna saman. Í fyrra prjónaði Helgi á sig húfu, vettlinga og sokka og í vikunni kláraði hann lopapeysuna sína. Nú er Helgi komin með nýtt prjónaverkefni. „Ég er að gera svona eyrnaband, ég hafði ekkert að gera og því fór ég að byrja á einhverju og þá datt mér í hug eyrnaband“, segir Helgi og bætir við að það sé alls ekki erfitt að prjóna þegar maður er búin að læra það. Helgi hefur líka lært að sauma krosssaum en hann kláraði nýlega þannig púða með mynd af fugli. Helgi Reynisson, tíu ára prjónasnillingur á bænum Hurðarbaki í Flóa.Magnús HlynurKristín Stefánsdóttir sem er frá Vorsabæ í Flóa hefur kennt Helga að prjóna og sauma í en hún býr á Hurðarbaki í næsta húsi við heimili Helga. Hún segir mjög sérstakt að svona ungur krakki eins og Helgi vilji læra að prjóna. „Já, bara mjög sérstakt, hann kom átta ára gamall og vildi læra að prjóna og prjónaði þá einhverja trefilslengju. Síðan vildi hann halda áfram, sem var mjög óvenjulegt, hann vildi prjóna vettlinga og þegar þeir voru búnir þá vildi hann prjóna sokka. Ég hélt alltaf að hann myndi gefast upp. Svo þegar hann fór að tala um að hann vildi prjóna peysu þá hugsaði ég með mér, nei, hann hlítur að gefast upp á því, en það varð ekki“, segir Kristín og bætir við. „Hann er mjög handlaginn við að prjóna og strax þegar ég kenndi honum að fitja upp hafði hann svo gott vald á prjónunum, það vafðist ekkert fyrir honum“. En hvernig strákur er Helgi ? „Helgi er skemmtilegur strákur sem er líflegur og íþróttasinnaður, það er gaman að fá hann hér inn og spjalla við hann“, segir Kristín amma Helga á Hurðarbaki. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Helgi Reynisson í Flóahreppi sé ekki nema tíu ára gamall þá er hann búin að prjóna ullarsokka, vettlinga, húfu og lopapeysu á sig. Auk þess hefur hann lært krosssaum. Helgi býr á bænum Hurðarbaki í Flóa en hann á fjögur systkini sem eru dugleg að leika sér saman í sveitinni, ekki síst að hoppa á trampólíninu á bæjarhlaðinu. Þegar Helgi er í prjónastuði þá fer hann til Kristínar ömmu sinnar þar sem þau setjast saman við eldhúsborðið og prjóna saman. Í fyrra prjónaði Helgi á sig húfu, vettlinga og sokka og í vikunni kláraði hann lopapeysuna sína. Nú er Helgi komin með nýtt prjónaverkefni. „Ég er að gera svona eyrnaband, ég hafði ekkert að gera og því fór ég að byrja á einhverju og þá datt mér í hug eyrnaband“, segir Helgi og bætir við að það sé alls ekki erfitt að prjóna þegar maður er búin að læra það. Helgi hefur líka lært að sauma krosssaum en hann kláraði nýlega þannig púða með mynd af fugli. Helgi Reynisson, tíu ára prjónasnillingur á bænum Hurðarbaki í Flóa.Magnús HlynurKristín Stefánsdóttir sem er frá Vorsabæ í Flóa hefur kennt Helga að prjóna og sauma í en hún býr á Hurðarbaki í næsta húsi við heimili Helga. Hún segir mjög sérstakt að svona ungur krakki eins og Helgi vilji læra að prjóna. „Já, bara mjög sérstakt, hann kom átta ára gamall og vildi læra að prjóna og prjónaði þá einhverja trefilslengju. Síðan vildi hann halda áfram, sem var mjög óvenjulegt, hann vildi prjóna vettlinga og þegar þeir voru búnir þá vildi hann prjóna sokka. Ég hélt alltaf að hann myndi gefast upp. Svo þegar hann fór að tala um að hann vildi prjóna peysu þá hugsaði ég með mér, nei, hann hlítur að gefast upp á því, en það varð ekki“, segir Kristín og bætir við. „Hann er mjög handlaginn við að prjóna og strax þegar ég kenndi honum að fitja upp hafði hann svo gott vald á prjónunum, það vafðist ekkert fyrir honum“. En hvernig strákur er Helgi ? „Helgi er skemmtilegur strákur sem er líflegur og íþróttasinnaður, það er gaman að fá hann hér inn og spjalla við hann“, segir Kristín amma Helga á Hurðarbaki.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira