Mætti reka kirkjuna með hagnaði bara með tekjum af turninum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 06:00 Hallgrímskirkja gæti rekið sig með hagnaði bara á tekjum af turninum. Fréttablaðið/Anton Brink Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu rúmlega 279 milljónum króna á síðasta ári. Það er aukning um ríflega 17 prósent milli ára en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru tekjur af útsýnispallinum 238 milljónir árið 2016 en það var aukning um 77 milljónir milli ára. Til samanburðar þá námu tekjur af turnferðum 27 milljónum árið 2010. Fjölgun ferðamanna hefur skilað sér í umtalsverðum tekjum fyrir kirkjuna. Hallgrímssókn hefur í raun algjöra sérstöðu íslenskra sókna í tekjum samkvæmt nýbirtu yfirliti Ríkisendurskoðunar yfir ársreikninga sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 377 milljónum. Þar af voru rúmar 32 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 28,8 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem nemur 301 milljón. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá kirkjunni og þar má sjá að tekjur af útsýnisturninum eru um 279,3 milljónir, önnur sala nam 21,8 milljónum og sala minningarkorta nam 64 þúsund krónum. Eins og sjá má þénar kirkjan ríflega 250 milljónum meira en hún fær frá ríkinu í formi sóknargjalda, í styrki og önnur framlög sem samtals námu 61 milljón króna. Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam á síðasta ári 66 milljónum. Ef opinberra styrkja nyti ekki við hefði kirkjan samt skilað fimm milljóna hagnaði á síðasta ári. Aðgangseyrir að turninum er í dag 1.000 krónur fyrir fullorðna og hefur hækkað um hundrað krónur milli ára, en gjaldið fyrir börn 6-16 ára er óbreytt í hundrað krónum. „Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir ekki enn sjá fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun. „Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu rúmlega 279 milljónum króna á síðasta ári. Það er aukning um ríflega 17 prósent milli ára en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru tekjur af útsýnispallinum 238 milljónir árið 2016 en það var aukning um 77 milljónir milli ára. Til samanburðar þá námu tekjur af turnferðum 27 milljónum árið 2010. Fjölgun ferðamanna hefur skilað sér í umtalsverðum tekjum fyrir kirkjuna. Hallgrímssókn hefur í raun algjöra sérstöðu íslenskra sókna í tekjum samkvæmt nýbirtu yfirliti Ríkisendurskoðunar yfir ársreikninga sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 377 milljónum. Þar af voru rúmar 32 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 28,8 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem nemur 301 milljón. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá kirkjunni og þar má sjá að tekjur af útsýnisturninum eru um 279,3 milljónir, önnur sala nam 21,8 milljónum og sala minningarkorta nam 64 þúsund krónum. Eins og sjá má þénar kirkjan ríflega 250 milljónum meira en hún fær frá ríkinu í formi sóknargjalda, í styrki og önnur framlög sem samtals námu 61 milljón króna. Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam á síðasta ári 66 milljónum. Ef opinberra styrkja nyti ekki við hefði kirkjan samt skilað fimm milljóna hagnaði á síðasta ári. Aðgangseyrir að turninum er í dag 1.000 krónur fyrir fullorðna og hefur hækkað um hundrað krónur milli ára, en gjaldið fyrir börn 6-16 ára er óbreytt í hundrað krónum. „Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir ekki enn sjá fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun. „Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07