Bréf í Eimskipum hækka eftir tilkynningu Gylfa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 10:42 Gylfi Sigfússon, fráfarandi forstjóri Eimskipafélagsins. Gylfi Sigfússon hættir um áramótin sem forstjóri Eimskipafélags Íslands. Frá áramótum mun hann stýra daglegum rekstri Eimksips í Bandaríkjunum og Kanada ásamt flutningsmiðlunarfyrirtækinu Eimskip Logistics. Um er að ræða samkomulag Gylfa við stjórn Eimskipafélagsins samkvæmt því sem segir í tilkynningu sem send var út seint í gærkvöldi. Stjórn félagsins mun setja af stað ráðningarferli til að ráða nýjan forstjóra. Bréf í Eimskipum hafa hækkað um fimm prósent það sem af er degi en viðskipti með bréf félagsins nema 210 milljónum króna þegar þetta er skrifað. „Gylfi Sigfússon á að baki farsælan starfsferil hjá Eimskipafélagi Íslands sem spannar um 28 ár en hann tók við stöðu forstjóra í maí 2008 er hann var beðinn um að leiða fyrirtækið í gegnum krefjandi endurskipulagningu. Áður en Gylfi tók við sem forstjóri félagsins var hann framkvæmdastjóri Eimskips í Bandaríkjunum, Kanada og Eimskip Logistics, en hann mun frá og með 1. janúar 2019 taka aftur við daglegum rekstri og flytjast til Bandaríkjanna,“ segir Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands.Gengi bréf í Eimskipum undanfarin fimm ár.„Gylfi tók við starfi forstjóra fyrir tíu árum og leiddi Eimskip í gegnum miklar áskoranir í efnahagslífinu og í gegnum fjárhags- og rekstarlega endurskipulagningu. Verkefnið var ekki aðeins mikilvægt fyrir Eimskip heldur einnig fyrir hagsmuni Íslands; að tryggja óhefta flutninga til og frá landinu á erfiðum tímum, treysta rekstrargrundvöll heima og erlendis, auk þess sem hann stýrði félaginu til nýrrar framtíðar með dugmiklu og samstilltu starfsfólki. Vinnan við endurskipulagninguna tókst vel og félagið stendur sterkt eftir. Markmiðið er að byggja reksturinn áfram á þeim grunni sem lagður var undir stjórn Gylfa. Fyrir hönd stjórnar félagsins færi ég honum þakkir fyrir hans góða starf og óska honum velfarnaðar vestanhafs þar sem hann mun leiða uppbyggingarstarf félagsins í Norður-Ameríku.“ Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélags Íslands, óskar félaginu, starfsmönnu, stjórn og viðskiptavinum alls hins best á komandi árum. „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu stjórnarmanna, stjórnenda og starfsmanna sem og viðskiptavina félagsins sem mér auðnaðist að vinna með á þessum tíma. Þessir aðilar settu allt sitt á vogarskálarnar til að koma Eimskip aftur á skrið. Rekstrar- og fjárhagsleg endurskipulagning félagsins reyndi mikið á starfsfólk en uppskeran var góð og nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma. Ég mun stýra frekari uppbyggingu félagsins í Norður-Ameríku, en vikuleg siglingaáætlun til og frá Norður-Ameríku sem kynnt var á síðasta ári er hornsteinn þjónustunnar.“ Vistaskipti Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Gylfi Sigfússon hættir um áramótin sem forstjóri Eimskipafélags Íslands. Frá áramótum mun hann stýra daglegum rekstri Eimksips í Bandaríkjunum og Kanada ásamt flutningsmiðlunarfyrirtækinu Eimskip Logistics. Um er að ræða samkomulag Gylfa við stjórn Eimskipafélagsins samkvæmt því sem segir í tilkynningu sem send var út seint í gærkvöldi. Stjórn félagsins mun setja af stað ráðningarferli til að ráða nýjan forstjóra. Bréf í Eimskipum hafa hækkað um fimm prósent það sem af er degi en viðskipti með bréf félagsins nema 210 milljónum króna þegar þetta er skrifað. „Gylfi Sigfússon á að baki farsælan starfsferil hjá Eimskipafélagi Íslands sem spannar um 28 ár en hann tók við stöðu forstjóra í maí 2008 er hann var beðinn um að leiða fyrirtækið í gegnum krefjandi endurskipulagningu. Áður en Gylfi tók við sem forstjóri félagsins var hann framkvæmdastjóri Eimskips í Bandaríkjunum, Kanada og Eimskip Logistics, en hann mun frá og með 1. janúar 2019 taka aftur við daglegum rekstri og flytjast til Bandaríkjanna,“ segir Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands.Gengi bréf í Eimskipum undanfarin fimm ár.„Gylfi tók við starfi forstjóra fyrir tíu árum og leiddi Eimskip í gegnum miklar áskoranir í efnahagslífinu og í gegnum fjárhags- og rekstarlega endurskipulagningu. Verkefnið var ekki aðeins mikilvægt fyrir Eimskip heldur einnig fyrir hagsmuni Íslands; að tryggja óhefta flutninga til og frá landinu á erfiðum tímum, treysta rekstrargrundvöll heima og erlendis, auk þess sem hann stýrði félaginu til nýrrar framtíðar með dugmiklu og samstilltu starfsfólki. Vinnan við endurskipulagninguna tókst vel og félagið stendur sterkt eftir. Markmiðið er að byggja reksturinn áfram á þeim grunni sem lagður var undir stjórn Gylfa. Fyrir hönd stjórnar félagsins færi ég honum þakkir fyrir hans góða starf og óska honum velfarnaðar vestanhafs þar sem hann mun leiða uppbyggingarstarf félagsins í Norður-Ameríku.“ Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélags Íslands, óskar félaginu, starfsmönnu, stjórn og viðskiptavinum alls hins best á komandi árum. „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu stjórnarmanna, stjórnenda og starfsmanna sem og viðskiptavina félagsins sem mér auðnaðist að vinna með á þessum tíma. Þessir aðilar settu allt sitt á vogarskálarnar til að koma Eimskip aftur á skrið. Rekstrar- og fjárhagsleg endurskipulagning félagsins reyndi mikið á starfsfólk en uppskeran var góð og nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma. Ég mun stýra frekari uppbyggingu félagsins í Norður-Ameríku, en vikuleg siglingaáætlun til og frá Norður-Ameríku sem kynnt var á síðasta ári er hornsteinn þjónustunnar.“
Vistaskipti Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira