Strákurinn úr Jurassic Park leikur í einni af vinsælustu myndunum í dag Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 19. nóvember 2018 11:15 Joseph Mazzello í Jurassic Park. Universal Pictures. Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um bresku hljómsveitina Queen, heldur áfram að njóta vinsælda um heim allan og hefur í dag þénað um 300 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Rami Malek hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Freddie Mercury sem var stjarna hljómsveitarinnar en minna hefur farið fyrir umfjöllun um þá sem leika hina meðlimi sveitarinnar. Þar á meðal er leikarinn Joseph Mazzello en hann lék á sínum tíma í einni vinsælustu kvikmynd sögunnar. Mazzello þessi er 35 ára gamall en níu ára gamall lék hann Tim Murphy í Steven Spielberg-myndinni Jurassic Park.Á eftir þeirri mynd sást hann í The River Wild, framhaldi Jurassic Park og The Social Network svo dæmi séu tekin. Nýjasta myndin hans er hins vegar Bohemian Rhapsody þar sem hann leikur hinn hægláta bassaleikara Queen, John Deacon. Deacon ber ábyrgð á nokkrum af stærstu smellum Queen. Hann samdi You´re My Best Friend, Another One Bites the Dust og I Want to Break Free.Hann, eins og svo margir, var afar sorgmæddur þegar Freddie Mercury lést úr alnæmi í nóvember árið 1991. Varð sú harmafregn til þess að hann ákvað alfarið að segja skilið við tónlist í atvinnuskyni.Í viðtali við The Bassist árið 1996 sagðist hann ekki sjá nokkra ástæðu til að halda áfram með Queen, engin gæti fyllt skarðið sem Mercury skildi eftir. Hann spilaði þrisvar með Queen eftir fráfall Mercury, á minningartónleikum um söngvarann árið 1992, á góðgerðatónleikum með Roger Taylor árið 1993 og á sýningu Bejart-balletsins í París árið 1997 þar sem hann flutti lagið The Show Must go On með Elton John.Deacon hefur heldur ekki verið sáttur við hvernig Roger Taylor, trommuleikari Queen, og Brian May, gítarleikari sveitarinnar, hafa farið með Queen-arfinn. Taylor og May ákváðu að hljóðrita Queen-lagið We Are the Champions með breska söngvaranum Robbie Williams árið 2001 fyrir kvikmyndina A Knights Tale. Þeir báðu Deacon að vera með en hann sagðist vera hættur og viðurkenndi seinna meir að hann hefði verið dauðfeginn að hafa tilkynnt þeim það. „We Are The Champions er eitt af bestu lögum sögunnar en ég held að þeir hafi eyðilagt það. Ég vil ekki vera andstyggilegur, en látum nægja að segja að Robbie Williams er enginn Freddie Mercury.“Hann hefur reynt að forðast sviðsljósið eins og heitan eldinn í gegnum tíðina en er þó iðulega stöðvaður út á götu af aðdáendum sveitarinnar. Menning Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um bresku hljómsveitina Queen, heldur áfram að njóta vinsælda um heim allan og hefur í dag þénað um 300 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Rami Malek hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Freddie Mercury sem var stjarna hljómsveitarinnar en minna hefur farið fyrir umfjöllun um þá sem leika hina meðlimi sveitarinnar. Þar á meðal er leikarinn Joseph Mazzello en hann lék á sínum tíma í einni vinsælustu kvikmynd sögunnar. Mazzello þessi er 35 ára gamall en níu ára gamall lék hann Tim Murphy í Steven Spielberg-myndinni Jurassic Park.Á eftir þeirri mynd sást hann í The River Wild, framhaldi Jurassic Park og The Social Network svo dæmi séu tekin. Nýjasta myndin hans er hins vegar Bohemian Rhapsody þar sem hann leikur hinn hægláta bassaleikara Queen, John Deacon. Deacon ber ábyrgð á nokkrum af stærstu smellum Queen. Hann samdi You´re My Best Friend, Another One Bites the Dust og I Want to Break Free.Hann, eins og svo margir, var afar sorgmæddur þegar Freddie Mercury lést úr alnæmi í nóvember árið 1991. Varð sú harmafregn til þess að hann ákvað alfarið að segja skilið við tónlist í atvinnuskyni.Í viðtali við The Bassist árið 1996 sagðist hann ekki sjá nokkra ástæðu til að halda áfram með Queen, engin gæti fyllt skarðið sem Mercury skildi eftir. Hann spilaði þrisvar með Queen eftir fráfall Mercury, á minningartónleikum um söngvarann árið 1992, á góðgerðatónleikum með Roger Taylor árið 1993 og á sýningu Bejart-balletsins í París árið 1997 þar sem hann flutti lagið The Show Must go On með Elton John.Deacon hefur heldur ekki verið sáttur við hvernig Roger Taylor, trommuleikari Queen, og Brian May, gítarleikari sveitarinnar, hafa farið með Queen-arfinn. Taylor og May ákváðu að hljóðrita Queen-lagið We Are the Champions með breska söngvaranum Robbie Williams árið 2001 fyrir kvikmyndina A Knights Tale. Þeir báðu Deacon að vera með en hann sagðist vera hættur og viðurkenndi seinna meir að hann hefði verið dauðfeginn að hafa tilkynnt þeim það. „We Are The Champions er eitt af bestu lögum sögunnar en ég held að þeir hafi eyðilagt það. Ég vil ekki vera andstyggilegur, en látum nægja að segja að Robbie Williams er enginn Freddie Mercury.“Hann hefur reynt að forðast sviðsljósið eins og heitan eldinn í gegnum tíðina en er þó iðulega stöðvaður út á götu af aðdáendum sveitarinnar.
Menning Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45
Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30