Hvíta húsið gefur eftir en setur blaðamönnum strangar reglur Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 21:35 Donald Trump og Sarah Huckabee Sanders. AP/Michael Conroy Starfsmenn Hvíta hússins gáfu út í kvöld að blaðamannapassi Jim Acosta, fréttamanns CNN, verður virkjaður á nýjan leik. Áður hafði Hvíta húsið gefið út að Acosta yrði hleypt aftur á blaðamannafundi en það yrði einungis tímabundið. Nú hefur verið fallið frá því og CNN hefur hætt málsókninni gegn Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir hins vegar að brjóti Acosta reglur forsetabústaðarins, sem voru einnig kynntar nú í kvöld, verði passinn tekinn af honum aftur. Þessar nýju reglur Hvíta hússins eru á þann veg að blaðamenn megi einungis spyrja einnar spurningar og er þeim einnig meinað að fylgja þeim spurningum eftir, nema fengið sé leyfi fyrir viðbótarspurningu. Brjóti blaðamenn gegn reglunum gæti þeim verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi.Per pool, White House lays out rules for reporters to abide by during press conferences or risk having hard passes revoked - pic.twitter.com/Fllc7PGTvj — Eliana Johnson (@elianayjohnson) November 19, 2018Vilja einhliða velsæmi Trump sjálfur og starfsmenn hans hafa að undanförnu kallað eftir auknu velsæmi í Hvíta húsinu og hafa blaðamenn verið sakaðir um að sýna ekki nægjanlegt velsæmi. „Við verðum að hafa velsæmi í Hvíta húsinu,“ sagði Sanders í kjölfar úrskurðar dómarans í síðustu viku. „Velsæmi. Þú getur ekki bara spurt þriggja og fjögurra spurninga, staðið uppi og ekki setið niður. Þú verður að hafa velsæmi,“ sagði Trump sjálfur á föstudaginn. Hann virðist þó hafa litlar áhyggjur af eigin velsæmi og þá sérstaklega með tilliti til tísti hans frá því í gær þar sem hann virtist kalla Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, skít. Í tístinu breytti Trump nafni Schiff í Schitt en hann hefur lengi haft gaman af því að gefa fólki dónaleg viðurnefni.So funny to see little Adam Schitt (D-CA) talking about the fact that Acting Attorney General Matt Whitaker was not approved by the Senate, but not mentioning the fact that Bob Mueller (who is highly conflicted) was not approved by the Senate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2018 Þá er vert að benda á atvik sem kom upp þann 9. nóvember, tveimur dögum eftir að Hvíta húsið segir að Acosta hafi brotið gegn áðurnefndum „grunngildum“. Þá var Trump spurður út í starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og hvort hann vildi að hann hefði áhrif á rannsókn Robert Mueller. „Mikið rosalega er þetta heimskuleg spurning. Mjög heimskuleg spurning,“ sagði Trump við fréttakonuna Abby Philip. „Ég horfi þó mikið á þig og þú spyrð margra heimskulegra spurninga,“ sagði forsetinn svo og gekk frá Philip. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Fox News styðjur við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Jim Acosta. 14. nóvember 2018 17:36 Áfangasigur CNN gegn Trump Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður. 16. nóvember 2018 15:45 Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins gáfu út í kvöld að blaðamannapassi Jim Acosta, fréttamanns CNN, verður virkjaður á nýjan leik. Áður hafði Hvíta húsið gefið út að Acosta yrði hleypt aftur á blaðamannafundi en það yrði einungis tímabundið. Nú hefur verið fallið frá því og CNN hefur hætt málsókninni gegn Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir hins vegar að brjóti Acosta reglur forsetabústaðarins, sem voru einnig kynntar nú í kvöld, verði passinn tekinn af honum aftur. Þessar nýju reglur Hvíta hússins eru á þann veg að blaðamenn megi einungis spyrja einnar spurningar og er þeim einnig meinað að fylgja þeim spurningum eftir, nema fengið sé leyfi fyrir viðbótarspurningu. Brjóti blaðamenn gegn reglunum gæti þeim verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi.Per pool, White House lays out rules for reporters to abide by during press conferences or risk having hard passes revoked - pic.twitter.com/Fllc7PGTvj — Eliana Johnson (@elianayjohnson) November 19, 2018Vilja einhliða velsæmi Trump sjálfur og starfsmenn hans hafa að undanförnu kallað eftir auknu velsæmi í Hvíta húsinu og hafa blaðamenn verið sakaðir um að sýna ekki nægjanlegt velsæmi. „Við verðum að hafa velsæmi í Hvíta húsinu,“ sagði Sanders í kjölfar úrskurðar dómarans í síðustu viku. „Velsæmi. Þú getur ekki bara spurt þriggja og fjögurra spurninga, staðið uppi og ekki setið niður. Þú verður að hafa velsæmi,“ sagði Trump sjálfur á föstudaginn. Hann virðist þó hafa litlar áhyggjur af eigin velsæmi og þá sérstaklega með tilliti til tísti hans frá því í gær þar sem hann virtist kalla Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, skít. Í tístinu breytti Trump nafni Schiff í Schitt en hann hefur lengi haft gaman af því að gefa fólki dónaleg viðurnefni.So funny to see little Adam Schitt (D-CA) talking about the fact that Acting Attorney General Matt Whitaker was not approved by the Senate, but not mentioning the fact that Bob Mueller (who is highly conflicted) was not approved by the Senate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2018 Þá er vert að benda á atvik sem kom upp þann 9. nóvember, tveimur dögum eftir að Hvíta húsið segir að Acosta hafi brotið gegn áðurnefndum „grunngildum“. Þá var Trump spurður út í starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og hvort hann vildi að hann hefði áhrif á rannsókn Robert Mueller. „Mikið rosalega er þetta heimskuleg spurning. Mjög heimskuleg spurning,“ sagði Trump við fréttakonuna Abby Philip. „Ég horfi þó mikið á þig og þú spyrð margra heimskulegra spurninga,“ sagði forsetinn svo og gekk frá Philip.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Fox News styðjur við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Jim Acosta. 14. nóvember 2018 17:36 Áfangasigur CNN gegn Trump Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður. 16. nóvember 2018 15:45 Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Fox News styðjur við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Jim Acosta. 14. nóvember 2018 17:36
Áfangasigur CNN gegn Trump Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður. 16. nóvember 2018 15:45
Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30
CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56
Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00