Segja bilaðan skynjara hafa valdið misheppnuðu geimskoti Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2018 11:35 Geimflaugin bilaði þegar verið var að reyna að skjóta þeim Alexey Ovchinin og Nick Hague til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. AP/Dmitri Lovetsky Geimvísindastofnun Rússlands, Roscosmos, segir að bilaður skynjari Soyuz-eldflaugarinnar hafi valdið misheppnuðu geimskoti þann 11. október. Mistök eru sögð hafa verið gerð við uppsetningu skynjarans og mögulegt er að tvær aðrar eldflaugar séu einnig bilaðar. Geimflaugin bilaði þegar verið var að reyna að skjóta þeim Alexey Ovchinin og Nick Hague til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir þurftu að framkvæma neyðarlendingu úr um 35 kílómetra hæð. Þetta var í fyrsta sinn sem bilun kom upp í mönnuðu geimskoti með Soyuz-eldflauginni frá árinu 1983, samkvæmt BBC.Roscosmos hefur birt myndband af atvikinu sem tekið var upp á myndavél sem hékk utan á eldflauginni. Þar má sjá hvernig eldflaugin og geimfarið fóru að snúast eftir að bilunin kom upp.Samkvæmt umfjöllun Ars Technica settu Rússar mikinn hraða í rannsóknina vegna þess að eins og staðan er í dag eru Soyuz-eldflaugarnar einu eldflaugarnar sem hægt er að nota til að senda menn út í geim. Til stendur að skjóta þremur geimförum til geimstöðvarinnar þann þriðja desember.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppSergei Krikalev, einn af yfirmönnum Roscosmos, segir að bilaði skynjarinn hafi ekki skynjað aðskilnað fyrsta stigs eldflaugarinnar né annarsstigsins. Því hafi einn hliðarhreyfill eldflaugarinnar ekki slitið sig frá henni með réttum hætti og slóst utan í aðalhluta flaugarinnar.Пуск ракеты-носителя «Союз-ФГ» с пилотируемым кораблем #СоюзМС10. Видео с бортовых камер pic.twitter.com/ijPnwbbS4i— РОСКОСМОС (@roscosmos) November 1, 2018 Rússland Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar drap á sér í miðju flugi. 11. október 2018 07:44 Ætla að skjóta nýrri geimflaug til geimstöðvarinnar í desember Geimskoti var flýtt svo geimstöðinn yrði ekki mannlaus. 31. október 2018 11:38 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Geimvísindastofnun Rússlands, Roscosmos, segir að bilaður skynjari Soyuz-eldflaugarinnar hafi valdið misheppnuðu geimskoti þann 11. október. Mistök eru sögð hafa verið gerð við uppsetningu skynjarans og mögulegt er að tvær aðrar eldflaugar séu einnig bilaðar. Geimflaugin bilaði þegar verið var að reyna að skjóta þeim Alexey Ovchinin og Nick Hague til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir þurftu að framkvæma neyðarlendingu úr um 35 kílómetra hæð. Þetta var í fyrsta sinn sem bilun kom upp í mönnuðu geimskoti með Soyuz-eldflauginni frá árinu 1983, samkvæmt BBC.Roscosmos hefur birt myndband af atvikinu sem tekið var upp á myndavél sem hékk utan á eldflauginni. Þar má sjá hvernig eldflaugin og geimfarið fóru að snúast eftir að bilunin kom upp.Samkvæmt umfjöllun Ars Technica settu Rússar mikinn hraða í rannsóknina vegna þess að eins og staðan er í dag eru Soyuz-eldflaugarnar einu eldflaugarnar sem hægt er að nota til að senda menn út í geim. Til stendur að skjóta þremur geimförum til geimstöðvarinnar þann þriðja desember.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppSergei Krikalev, einn af yfirmönnum Roscosmos, segir að bilaði skynjarinn hafi ekki skynjað aðskilnað fyrsta stigs eldflaugarinnar né annarsstigsins. Því hafi einn hliðarhreyfill eldflaugarinnar ekki slitið sig frá henni með réttum hætti og slóst utan í aðalhluta flaugarinnar.Пуск ракеты-носителя «Союз-ФГ» с пилотируемым кораблем #СоюзМС10. Видео с бортовых камер pic.twitter.com/ijPnwbbS4i— РОСКОСМОС (@roscosmos) November 1, 2018
Rússland Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar drap á sér í miðju flugi. 11. október 2018 07:44 Ætla að skjóta nýrri geimflaug til geimstöðvarinnar í desember Geimskoti var flýtt svo geimstöðinn yrði ekki mannlaus. 31. október 2018 11:38 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Bein útsending: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar drap á sér í miðju flugi. 11. október 2018 07:44
Ætla að skjóta nýrri geimflaug til geimstöðvarinnar í desember Geimskoti var flýtt svo geimstöðinn yrði ekki mannlaus. 31. október 2018 11:38