Bylting framundan í plastnotkun hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 17:00 Bylting verður á notkun plasts hér á landi innan fárra ára komi tillögur samráðshóps umhverfisráðherra til framkvæmda. Banna á einnota plastpoka og mataráhöld, skylda sveitarfélög til að samræma flokkun úrgangs og skólphreinsun verður bætt. Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að tillögurnar verði að veruleika. Þrettán manna samráðshópur hefur undanfarna mánuði unnið að tillögum til að draga úr notkun plasts. Hópurinn skilaði umhverfisráðherra átján tillögum í dag en er lagt til að þær komi til framkvæmda 2019 til 2021. Meðal þeirra eru að Banna á einnota burðarpoka, plasthnífapör og diska, hefja vitundarvakningu um ofnotkun plasts, hefja græn skref í ríkisrekstri, aðstoða fólk til að mæta með eigin umbúðir fyrir mat í verslanir, draga úr plasti í ýmsum atvinnugreinum, skylda sveitarfélög og atvinnulíf til að samræma flokkun, leggja á úrvinnslugjald, vakta efnið í hafi, bæta skólphreinsun, banna hreinlætisvörur með plasti og hreinsa strendur landsins. Hægt er að senda athugasemdir við tillögurnar á Samráðsgátt stjórnvalda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra telur þær raunhæfar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þær verði að veruleika. Það er bara mjög mikill samhljómur í þessum hópi um að þessar tillögur nái fram að ganga.“ segir Guðmundur. Laufey Helga Guðmundsdótti formaður hópsins er afar ánægð með afraksturinn. „Persónulega finnst mér markverðast þetta mikilvæga verkefni að taka örplastið úr skólpinu og bæta þar með skólphreinsun,“ segir hún. Lúðvík Gústafsson verkefnisstjóri Sambands Íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum segir að skólphreinsunin verði dýr. „Allar umhverfisrannsóknir benda til þess að örplast sé nýtt vandamál. Skólphreinsun eins og hún er í dag dugar ekki til að draga úr þeirri mengun. Til að koma í veg fyrir að plastagnirnar skili sér í hafið þarf að bæta hreinsunina. Það þýðir mikinn kostnaðarauka ég vil ekki segja hvort það þýði milljóna eða milljarðar auka kostnað en þetta þýðir að bæta þarf verulegum fjármunum í hreinsunina,“ segir Lúðvík. Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Bylting verður á notkun plasts hér á landi innan fárra ára komi tillögur samráðshóps umhverfisráðherra til framkvæmda. Banna á einnota plastpoka og mataráhöld, skylda sveitarfélög til að samræma flokkun úrgangs og skólphreinsun verður bætt. Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að tillögurnar verði að veruleika. Þrettán manna samráðshópur hefur undanfarna mánuði unnið að tillögum til að draga úr notkun plasts. Hópurinn skilaði umhverfisráðherra átján tillögum í dag en er lagt til að þær komi til framkvæmda 2019 til 2021. Meðal þeirra eru að Banna á einnota burðarpoka, plasthnífapör og diska, hefja vitundarvakningu um ofnotkun plasts, hefja græn skref í ríkisrekstri, aðstoða fólk til að mæta með eigin umbúðir fyrir mat í verslanir, draga úr plasti í ýmsum atvinnugreinum, skylda sveitarfélög og atvinnulíf til að samræma flokkun, leggja á úrvinnslugjald, vakta efnið í hafi, bæta skólphreinsun, banna hreinlætisvörur með plasti og hreinsa strendur landsins. Hægt er að senda athugasemdir við tillögurnar á Samráðsgátt stjórnvalda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra telur þær raunhæfar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þær verði að veruleika. Það er bara mjög mikill samhljómur í þessum hópi um að þessar tillögur nái fram að ganga.“ segir Guðmundur. Laufey Helga Guðmundsdótti formaður hópsins er afar ánægð með afraksturinn. „Persónulega finnst mér markverðast þetta mikilvæga verkefni að taka örplastið úr skólpinu og bæta þar með skólphreinsun,“ segir hún. Lúðvík Gústafsson verkefnisstjóri Sambands Íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum segir að skólphreinsunin verði dýr. „Allar umhverfisrannsóknir benda til þess að örplast sé nýtt vandamál. Skólphreinsun eins og hún er í dag dugar ekki til að draga úr þeirri mengun. Til að koma í veg fyrir að plastagnirnar skili sér í hafið þarf að bæta hreinsunina. Það þýðir mikinn kostnaðarauka ég vil ekki segja hvort það þýði milljóna eða milljarðar auka kostnað en þetta þýðir að bæta þarf verulegum fjármunum í hreinsunina,“ segir Lúðvík.
Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent