Jóhann Þór: Þetta var engin Mourinho taktík Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 1. nóvember 2018 21:13 Jóhann sá jákvæða punkta hjá liði Grindavíkur í kvöld. vísir/vilhelm „Það var fullt af ljósum punktum í þessu en við erum enn í þróunarferli og eigum langt í land. Það voru jákvæðir punktar úti um allt samt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn gegn Val í kvöld suður með sjó. „Fyrsti og þriðji leikhluti standa upp úr varnarlega og ákvarðanatökur sóknarlega eru betri þó svo að þær megi vera töluvert skárri. Varnarlega erum við að gera barnaleg mistök og eigum töluvert í land þar,“ bætti Jóhann við þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Lewis Clinch skoraði 24 stig í kvöld og átti sinn besta leik síðan hann mætti í Grindavík á nýjan leik. Ólafur Ólafsson átti einnig fína spretti og setti sigurkörfuna undir lokin fyrir utan þriggja stiga línuna. „Lewis var flottur í restina og skoraði stórar körfur. Skotið hjá Ólafi var kannski týpískt varðandi skotavalið sem ég er að tala um, en það fór niður þannig að það bjargaðist fyrir okkur.“ Tiegbe Bamba lék sinn fyrsta leik í gula búningnum í kvöld og átti ágæta innkomu, skoraði 9 stig og tók 8 fráköst og sýndi að það er ýmislegt í hann spunnið. „Hann var allt í lagi. Þetta er flottur leikmaður og kann körfubolta, mikill skrokkur og allt það. Við þurfum að finna leiðir til að nýta okkur hann í vörn og sókn og ég hef engar áhyggjur af því.“ Eftir tapleikinn gegn Keflavík um daginn lét Jóhann Þór hafa eftir sér á Vísi að hann væri að velta fyrir sér að hætta með liðið. Mörgum fannst ummælin sérstök og sérfræðingar Domino´s körfuboltakvölds ræddu meðal annars um áhrif þessara orða á lið Grindavíkur. Sér Jóhann eftir þessum orðum? „Alls ekki. Ég get ekki sagt að þetta sé enn að fara í gegnum hausinn. Við settumst niður og ræddum þetta fram og til baka. Ég er þannig að það sem fer í gegnum hausinn á mér frussast út. Þetta var engin Mourinho-taktík eins og einhverjir voru að tala um. Þetta var það sem fór í gegnum hausinn á mér.“ „Við funduðum bæði föstudag og laugardag eftir leikinn og ræddum þetta fram og til baka. Þetta er bara búið og gert og áfram gakk,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
„Það var fullt af ljósum punktum í þessu en við erum enn í þróunarferli og eigum langt í land. Það voru jákvæðir punktar úti um allt samt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn gegn Val í kvöld suður með sjó. „Fyrsti og þriðji leikhluti standa upp úr varnarlega og ákvarðanatökur sóknarlega eru betri þó svo að þær megi vera töluvert skárri. Varnarlega erum við að gera barnaleg mistök og eigum töluvert í land þar,“ bætti Jóhann við þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Lewis Clinch skoraði 24 stig í kvöld og átti sinn besta leik síðan hann mætti í Grindavík á nýjan leik. Ólafur Ólafsson átti einnig fína spretti og setti sigurkörfuna undir lokin fyrir utan þriggja stiga línuna. „Lewis var flottur í restina og skoraði stórar körfur. Skotið hjá Ólafi var kannski týpískt varðandi skotavalið sem ég er að tala um, en það fór niður þannig að það bjargaðist fyrir okkur.“ Tiegbe Bamba lék sinn fyrsta leik í gula búningnum í kvöld og átti ágæta innkomu, skoraði 9 stig og tók 8 fráköst og sýndi að það er ýmislegt í hann spunnið. „Hann var allt í lagi. Þetta er flottur leikmaður og kann körfubolta, mikill skrokkur og allt það. Við þurfum að finna leiðir til að nýta okkur hann í vörn og sókn og ég hef engar áhyggjur af því.“ Eftir tapleikinn gegn Keflavík um daginn lét Jóhann Þór hafa eftir sér á Vísi að hann væri að velta fyrir sér að hætta með liðið. Mörgum fannst ummælin sérstök og sérfræðingar Domino´s körfuboltakvölds ræddu meðal annars um áhrif þessara orða á lið Grindavíkur. Sér Jóhann eftir þessum orðum? „Alls ekki. Ég get ekki sagt að þetta sé enn að fara í gegnum hausinn. Við settumst niður og ræddum þetta fram og til baka. Ég er þannig að það sem fer í gegnum hausinn á mér frussast út. Þetta var engin Mourinho-taktík eins og einhverjir voru að tala um. Þetta var það sem fór í gegnum hausinn á mér.“ „Við funduðum bæði föstudag og laugardag eftir leikinn og ræddum þetta fram og til baka. Þetta er bara búið og gert og áfram gakk,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00
Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45