Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. nóvember 2018 07:30 Thomas Møller Olsen sat í tæpar 13 klukkustundir í dómsal Landsréttar á mánudaginn. Fréttablaðið/Anton Brink „Það eru allir meðvitaðir um að það er ógnun við réttaröryggið að fara fram úr því sem hæfilegt er í tíma, enda ekki mannlegt að halda þeirri athygli sem þarf í svona langan tíma,“ segir Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður um hæfilega lengd þinghalda fyrir dómi. Aðalmeðferð í máli Thomasar Moller Olsen fór fram í Landsrétti á mánudaginn og stóð í tæpar 13 klukkustundir. „Þarna er um að ræða mál sem varðar 19 ára fangelsi fyrir ungan mann sem er auðvitað grafalvarlegt. Málið hefur snert taugar þessarar þjóðar meira en önnur mál hafa gert í rauninni. Það er auðvitað vont að keyra slíkt mál áfram í þrettán klukkustundir, þegar allir vita að það er langt umfram það sem hæfilegt er í svona málum,“ segir Gestur. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/VilhelmMatarhlé klukkan 18 Aðrir lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja fátítt að þinghald standi svo lengi en sérstakar aðstæður geti krafist þess að þinghald standi framyfir hefðbundinn vinnudag. Þrettán tímar sé þó óvenjulega langt og ekki til eftirbreytni, enda krefjist réttur manna til réttlátrar málsmeðferðar þess að dómarar sem dæma eigi um frelsi og önnur mikilsverð réttindi borgarana haldi fullri athygli við meðferð mála fyrir dómi. Samkvæmt dagskrá aðalmeðferðarinnar á mánudaginn höfðu verið áætlaðar þrjár klukkustundir fyrir skýrslutökur og sýningu myndefnis. Skýrslur voru teknar af átta vitnum auk skýrslu ákærða. Þá voru spiluð nokkur myndbönd, þar af eitt sem var tæpar 40 mínútur. Skýrslutökunum og spilun myndbanda var ekki lokið fyrr en uppúr klukkan 18 og hafði þinghald þá staðið í níu klukkustundir. Þá var aðeins málflutningur eftir og óskaði dómsformaður eftir því að reynt yrði að ljúka honum þá um kvöldið í stað þess að taka hlé til næsta dags. Verjandi ákærða gerði þá athugasemd og sagði skjólstæðing sinn ekkert hafa fengið að borða frekar en aðra viðstadda og var þá fallist á að taka hlé og stóð það í 35 mínútur. Svo var málið flutt af sækjanda, verjanda og réttargæslumanni aðstandenda brotaþola og lauk aðalmeðferðinni kl. 21.38 um kvöldið.Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmÁttar sig ekki á hagræði „Ég áttaði mig ekki á hvaða hagræði dómsformaður taldi vera af því að ljúka þessu öllu á einum degi,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomarar Moller Olsen aðspurður um lengd þinghaldsins. Gestur segir alla sem farið hafi í gegnum mjög langt þinghald hafi gert sér grein fyrir því að betur hefði farið á því að haga hlutunum öðru vísi. „Sex virkir tímar í réttarhöldum finnst mér vera fullur dagskammtur,“ Erfitt sé að halda fullri athygli í lengri tíma en svo, ekki síst þegar um er að ræða prósess sem krefst fullrar athygli eins og við skýrslugjöf. Engar sérstakar viðmiðunarreglur hafa verið settar hjá Landsrétti um lengd þinghalda að sögn Björns Bergssonar skrifstofustjóra réttarins. „Lengd þeirra er ákveðin með hliðsjón af hverju máli fyrir sig, til dæmis hvort betur fer á því að ljúka meðferð þess í einu lagi eða skipta meðferð þess á fleiri daga.“ Fréttablaðið ræddi einnig Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann Dómarafélagsins og Berglindi Svavarsdóttur formann Lögmannafélagsins og kannaðist hvorug þeirra við að rætt hefði verið um lengd þinghalda eða setningu reglna þar um á vettvangi félagana. Mjög sjaldgæft væri að þinghald drægist svona langt fram á kvöld og því ekki verið tilefni til þess fram til þessa. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það eru allir meðvitaðir um að það er ógnun við réttaröryggið að fara fram úr því sem hæfilegt er í tíma, enda ekki mannlegt að halda þeirri athygli sem þarf í svona langan tíma,“ segir Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður um hæfilega lengd þinghalda fyrir dómi. Aðalmeðferð í máli Thomasar Moller Olsen fór fram í Landsrétti á mánudaginn og stóð í tæpar 13 klukkustundir. „Þarna er um að ræða mál sem varðar 19 ára fangelsi fyrir ungan mann sem er auðvitað grafalvarlegt. Málið hefur snert taugar þessarar þjóðar meira en önnur mál hafa gert í rauninni. Það er auðvitað vont að keyra slíkt mál áfram í þrettán klukkustundir, þegar allir vita að það er langt umfram það sem hæfilegt er í svona málum,“ segir Gestur. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/VilhelmMatarhlé klukkan 18 Aðrir lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja fátítt að þinghald standi svo lengi en sérstakar aðstæður geti krafist þess að þinghald standi framyfir hefðbundinn vinnudag. Þrettán tímar sé þó óvenjulega langt og ekki til eftirbreytni, enda krefjist réttur manna til réttlátrar málsmeðferðar þess að dómarar sem dæma eigi um frelsi og önnur mikilsverð réttindi borgarana haldi fullri athygli við meðferð mála fyrir dómi. Samkvæmt dagskrá aðalmeðferðarinnar á mánudaginn höfðu verið áætlaðar þrjár klukkustundir fyrir skýrslutökur og sýningu myndefnis. Skýrslur voru teknar af átta vitnum auk skýrslu ákærða. Þá voru spiluð nokkur myndbönd, þar af eitt sem var tæpar 40 mínútur. Skýrslutökunum og spilun myndbanda var ekki lokið fyrr en uppúr klukkan 18 og hafði þinghald þá staðið í níu klukkustundir. Þá var aðeins málflutningur eftir og óskaði dómsformaður eftir því að reynt yrði að ljúka honum þá um kvöldið í stað þess að taka hlé til næsta dags. Verjandi ákærða gerði þá athugasemd og sagði skjólstæðing sinn ekkert hafa fengið að borða frekar en aðra viðstadda og var þá fallist á að taka hlé og stóð það í 35 mínútur. Svo var málið flutt af sækjanda, verjanda og réttargæslumanni aðstandenda brotaþola og lauk aðalmeðferðinni kl. 21.38 um kvöldið.Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmÁttar sig ekki á hagræði „Ég áttaði mig ekki á hvaða hagræði dómsformaður taldi vera af því að ljúka þessu öllu á einum degi,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomarar Moller Olsen aðspurður um lengd þinghaldsins. Gestur segir alla sem farið hafi í gegnum mjög langt þinghald hafi gert sér grein fyrir því að betur hefði farið á því að haga hlutunum öðru vísi. „Sex virkir tímar í réttarhöldum finnst mér vera fullur dagskammtur,“ Erfitt sé að halda fullri athygli í lengri tíma en svo, ekki síst þegar um er að ræða prósess sem krefst fullrar athygli eins og við skýrslugjöf. Engar sérstakar viðmiðunarreglur hafa verið settar hjá Landsrétti um lengd þinghalda að sögn Björns Bergssonar skrifstofustjóra réttarins. „Lengd þeirra er ákveðin með hliðsjón af hverju máli fyrir sig, til dæmis hvort betur fer á því að ljúka meðferð þess í einu lagi eða skipta meðferð þess á fleiri daga.“ Fréttablaðið ræddi einnig Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann Dómarafélagsins og Berglindi Svavarsdóttur formann Lögmannafélagsins og kannaðist hvorug þeirra við að rætt hefði verið um lengd þinghalda eða setningu reglna þar um á vettvangi félagana. Mjög sjaldgæft væri að þinghald drægist svona langt fram á kvöld og því ekki verið tilefni til þess fram til þessa.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00