Segir Lánasjóðinn komast upp með ósanngirni umfram aðra Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. nóvember 2018 07:45 Lánasjóður er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í Hæstarétti í síðasta mánuði. Fréttablaðið/GVA „Það er ójafnræði í meðhöndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sanngjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að halda ábyrgðinni uppi. „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í tilvikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofnana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaðurinn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósanngjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafnræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir viðskiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dómurinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðarmanna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í síðasta mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Það er ójafnræði í meðhöndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sanngjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að halda ábyrgðinni uppi. „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í tilvikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofnana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaðurinn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósanngjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafnræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir viðskiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dómurinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðarmanna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í síðasta mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira