Áætluð breyting skammgóður vermir sem leysi ekki vandann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Hluti eftirlitsdýralæknanna er ráðinn inn tímabundið í sláturtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dýralæknafélag Íslands (DÍ) leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr en þar er lagt til að fellt verði úr gildi það skilyrði að dýralæknar hér á landi hafi vald á íslensku. DÍ segir vandann hér á landi dýpri en svo að slík breyting dugi til. Í haust skilaði umboðsmaður Alþingis áliti í kjölfar kvörtunar DÍ. Félagið hafði bent á að það tíðkaðist hjá Matvælastofnun (MAST) að ráða inn erlenda eftirlitsdýralækna, sem meðal annars starfa í sláturhúsum, sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu. Félagið hafði bent ráðuneytinu á stöðu mála en ekkert hefði verið gert. Taldi umboðsmaður framkvæmdina ekki vera í samræmi við lög og að viðbrögð ráðuneytisins við ábendingum DÍ hefðu ekki verið fullnægjandi. Lögunum nú er ætlað að bregðast við þessu með því að fella skilyrðið um íslenskukunnáttu úr lögum. Dýralæknar hjá hinu opinbera skulu hafa kunnáttu í þeim lögum og reglum sem hér gilda en heimilt sé að kveða á um íslenskukunnáttu í reglugerð eftir því sem við á hverju sinni. „Okkur finnst undarlegt að tillaga sem þessi sé lögð fram þegar það liggur fyrir að það standi til að endurskoða lögin í heild,“ segir Charlotta Oddsdóttir formaður DÍ. Vísar hún þar til skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögunum en sá skilaði af sér í október í fyrra. Charlotta segir að vandinn sem blasir við snúi ekki aðeins að valdi dýralækna á íslensku. MAST glími við það að gífurlega erfitt sé að manna stöður sem séu því auglýstar trekk í tekk. Starfsskilyrðin séu slík að fáir sjái sér hag í því að sækja um starfið. „Það hafa borist kvartanir vegna þessa frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa þegið eftirlit. Oft er um að ræða dýralækna sem starfa tímabundið í sláturtíð og ekkert gert til að reyna að aðstoða þá við að læra íslensku eða aðlagast svo þeir geti starfað lengi,“ segir Charlotta. Í þessu felist að hluta tvíverknaður þar sem þýða þurfi skýrslur hlutaðeigandi dýralækna yfir á íslensku. Þá geti þetta skapað vesen þar sem erfitt er fyrir dýralæknana að eiga samskipti við yfirmenn á starfsstöðvunum. „Þetta er það ekki það eina. MAST hefur að auki mismunað starfsfólki í launasetningu og notar þá ástæðu að fólk sé ráðið tímabundið í sláturtíð til að greiða því lægri laun,“ segir Charlotta. „Það var nú vegna alls þessa sem við kvörtuðum til umboðsmanns til að pressa á ráðuneytið að laga þessi mál. Þá bregst ráðuneytið við með því að plástra lögin með þessum hætti. Það er í raun skammgóður vermir sem lagar ekki undirliggjandi vandann.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Dýralæknafélag Íslands (DÍ) leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr en þar er lagt til að fellt verði úr gildi það skilyrði að dýralæknar hér á landi hafi vald á íslensku. DÍ segir vandann hér á landi dýpri en svo að slík breyting dugi til. Í haust skilaði umboðsmaður Alþingis áliti í kjölfar kvörtunar DÍ. Félagið hafði bent á að það tíðkaðist hjá Matvælastofnun (MAST) að ráða inn erlenda eftirlitsdýralækna, sem meðal annars starfa í sláturhúsum, sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu. Félagið hafði bent ráðuneytinu á stöðu mála en ekkert hefði verið gert. Taldi umboðsmaður framkvæmdina ekki vera í samræmi við lög og að viðbrögð ráðuneytisins við ábendingum DÍ hefðu ekki verið fullnægjandi. Lögunum nú er ætlað að bregðast við þessu með því að fella skilyrðið um íslenskukunnáttu úr lögum. Dýralæknar hjá hinu opinbera skulu hafa kunnáttu í þeim lögum og reglum sem hér gilda en heimilt sé að kveða á um íslenskukunnáttu í reglugerð eftir því sem við á hverju sinni. „Okkur finnst undarlegt að tillaga sem þessi sé lögð fram þegar það liggur fyrir að það standi til að endurskoða lögin í heild,“ segir Charlotta Oddsdóttir formaður DÍ. Vísar hún þar til skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögunum en sá skilaði af sér í október í fyrra. Charlotta segir að vandinn sem blasir við snúi ekki aðeins að valdi dýralækna á íslensku. MAST glími við það að gífurlega erfitt sé að manna stöður sem séu því auglýstar trekk í tekk. Starfsskilyrðin séu slík að fáir sjái sér hag í því að sækja um starfið. „Það hafa borist kvartanir vegna þessa frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa þegið eftirlit. Oft er um að ræða dýralækna sem starfa tímabundið í sláturtíð og ekkert gert til að reyna að aðstoða þá við að læra íslensku eða aðlagast svo þeir geti starfað lengi,“ segir Charlotta. Í þessu felist að hluta tvíverknaður þar sem þýða þurfi skýrslur hlutaðeigandi dýralækna yfir á íslensku. Þá geti þetta skapað vesen þar sem erfitt er fyrir dýralæknana að eiga samskipti við yfirmenn á starfsstöðvunum. „Þetta er það ekki það eina. MAST hefur að auki mismunað starfsfólki í launasetningu og notar þá ástæðu að fólk sé ráðið tímabundið í sláturtíð til að greiða því lægri laun,“ segir Charlotta. „Það var nú vegna alls þessa sem við kvörtuðum til umboðsmanns til að pressa á ráðuneytið að laga þessi mál. Þá bregst ráðuneytið við með því að plástra lögin með þessum hætti. Það er í raun skammgóður vermir sem lagar ekki undirliggjandi vandann.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira