Viðskipti innlent

Síminn braut gegn lögum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins.
Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins. Vísir/Vilhelm
Síminn hf. braut gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að tilkynna Fjármálaeftirlitinu (FME) ekki samdægurs um viðskipti fruminnherja með bréf í félaginu.

Umrædd viðskipti áttu sér stað 1. nóvember í fyrra og tilkynnti fruminnherjinn félaginu þau samdægurs. Tilkynningin barst FME hins vegar ekki fyrr en daginn eftir.

Í ákvörðum FME segir að lögum samkvæmt hafi félaginu ekki borið að birta tilkynninguna opinberlega og því raskaði hin seina tilkynning ekki jafnræði á markaði. Með hliðsjón af því, og þar sem tilkynningin barst FME degi síðar, var ákveðið að gera Símanum ekki stjórnvaldssekt vegna brotsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×