Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 06:45 Næstu skref verður ákveðin þegar olían er farin úr skipinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Illa gekk að dæla olíu úr norska sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Dæling hófst síðdegis í gær en var hætt skömmu síðar þegar í ljós kom að tækin réðu ekki við verkið. Vonast er til að öll olía verði komin úr skipinu í dag en það er háð veðurskilyrðum. Skipið rak upp í hafnargarðinn eftir að hafa lent öfugum megin við hafnarmunnann. Skipið var á leið með sement í Helguvík og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fjórtán skipverjum þá um nóttina. Skipið liggur enn ósnert á strandstað en talið er að gat sé komið á skrokk þess og sjór flæði inn í það. Þá hefur lítið magn olíu lekið út í sjó frá skipinu. Áætlað er að um hundrað tonn af olíu séu í skipinu og hefur verið ákveðið að ná henni úr skipinu áður en frekari björgunaraðgerðir hefjast. „Losun eldsneytis úr skipinu gekk mun hægar en vonir okkar stóðu til. Því var ákveðið að senda mannskapinn í hvíld inn á hótel, nýta nóttina til að útvega öflugri tæki og hefjast handa þegar dagar. Það er góð veðurspá og við vonumst til að tæma skipið í dag,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Skömmu eftir að dæling hófst í gær kom í ljós að dælurnar voru ekki nógu öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því er hæðarmunur. Dælurnar liggja uppi á landi en Fjordvik nokkru lægra. „Kafarar munu kíkja og skoða skipið þegar dagur rennur upp. Þegar búið er að dæla olíunni af skipinu og meta stöðuna af köfurum þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Næsti fundur um framgang mála er nú í hádeginu og þá vitum við betur hvernig staðan er og hvað skal til bragðs taka,“ segir Kjartan. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa LHG, kom gæslan að málum í fyrsta lagi við björgun skipverja. Varðskipin Þór og Týr voru á vettvangi um helgina en Týr fór á brott í gær. Þá flaug TF-SÝN yfir strandstað í gær til að skoða stöðu mála og kanna umfang olíulekans. „Þór verður áfram á svæðinu til halds og trausts og til að skipið geti brugðist snöggt við ef óskað verður eftir aðstoð hans,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Sjá meira
Illa gekk að dæla olíu úr norska sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Dæling hófst síðdegis í gær en var hætt skömmu síðar þegar í ljós kom að tækin réðu ekki við verkið. Vonast er til að öll olía verði komin úr skipinu í dag en það er háð veðurskilyrðum. Skipið rak upp í hafnargarðinn eftir að hafa lent öfugum megin við hafnarmunnann. Skipið var á leið með sement í Helguvík og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fjórtán skipverjum þá um nóttina. Skipið liggur enn ósnert á strandstað en talið er að gat sé komið á skrokk þess og sjór flæði inn í það. Þá hefur lítið magn olíu lekið út í sjó frá skipinu. Áætlað er að um hundrað tonn af olíu séu í skipinu og hefur verið ákveðið að ná henni úr skipinu áður en frekari björgunaraðgerðir hefjast. „Losun eldsneytis úr skipinu gekk mun hægar en vonir okkar stóðu til. Því var ákveðið að senda mannskapinn í hvíld inn á hótel, nýta nóttina til að útvega öflugri tæki og hefjast handa þegar dagar. Það er góð veðurspá og við vonumst til að tæma skipið í dag,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Skömmu eftir að dæling hófst í gær kom í ljós að dælurnar voru ekki nógu öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því er hæðarmunur. Dælurnar liggja uppi á landi en Fjordvik nokkru lægra. „Kafarar munu kíkja og skoða skipið þegar dagur rennur upp. Þegar búið er að dæla olíunni af skipinu og meta stöðuna af köfurum þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Næsti fundur um framgang mála er nú í hádeginu og þá vitum við betur hvernig staðan er og hvað skal til bragðs taka,“ segir Kjartan. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa LHG, kom gæslan að málum í fyrsta lagi við björgun skipverja. Varðskipin Þór og Týr voru á vettvangi um helgina en Týr fór á brott í gær. Þá flaug TF-SÝN yfir strandstað í gær til að skoða stöðu mála og kanna umfang olíulekans. „Þór verður áfram á svæðinu til halds og trausts og til að skipið geti brugðist snöggt við ef óskað verður eftir aðstoð hans,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Sjá meira
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39
Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent