Innlent

Grunaður um nauðgun á salerninu á Hressó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn er ákærður fyrir nauðgun á Hressó í febrúar 2016.
Maðurinn er ákærður fyrir nauðgun á Hressó í febrúar 2016. Vísir/Vilhelm
Erlendur karlmaður er sakaður um að hafa nauðgað konu á veitingastaðnum Hressó í Austurstræti aðfaranótt Valentínusardagsins þann 14. febrúar 2016.

Í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn hafi haft samræði við konuna gegn hennar vilja með því að beita hana ofbeldi og notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ástands hennar sökum áhrifa áfengis, fíkniefna og lyfja.

Voru afleiðingarnar þær að að konan hlaut marbletti hægra og vinstra megin á hálsi, roðabletti ofarlega á baki, aftan á upphandleggjum og framan á hægra læri. Sár aftan á hægri upphandlegg og hægri olnboga og klórfar á hægri framhandlegg. Þá fékk hún þreyfieymsli á gagnaugum, aftan á upphandleggjum, úlnliðum, aftan á baki neðst, í hægri síðu og yfir lífbeini.

Farið er fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur fyrir hönd konunnar. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur og má reikna með dómi í málinu í desember. Brot mannsins varða allt að sextán ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×