Að segja upp í snobbinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 „Ég vinn á kassanum í Mercadona,“ sagði viðmælandinn við mig svo skemmtilega hnarreistur að það olli mér hollum heilabrotum. Á Spáni eru nefnilega atvinnumál í verra horfi en heima á Íslandi en að sama skapi er minni pressa á að vera stórlax. Þar heima veit ég að sumir fara hjá sér þegar spurt er út í atvinnu þeirra af einhverri undarlegri skömm fyrir að vera ekki forstjórar, stjórnmálamenn, vísindamenn, fjárfestar eða listamenn sem selja andlega afurð sína í bílförmum og það helst í útlöndum. Spurningin al-íslenska „Hvað gerir þú“ er beinlínis ógnvekjandi í þeirra huga. Auðvitað getur það verið áfall að vera ekki tækur í þáttinn hans Gísla Marteins en þessi hégómi er ekki allskostar heilbrigður því til er fólk sem sinnir háum embættum og vinnur með mikla fjármuni og völd en er síðan samfélagi sínu til trafala. Sem betur fer er líka forgangsröðunin ólík hjá fólki. Margir vilja einfalt líf frekar en flókið og fullt af fyrirgangi. Aðrir hafa síðan áhuga á störfum sem samfélagið ber ekki mikla virðingu fyrir jafnvel þó þau séu æði mikilvæg. Svo getur nú líka verið að fólk sé að gera eitthvað utan vinnutíma sem er mikilvægara en framapotið. En hvað sem öllum hégóma líður vona ég að starfið eigi vel við þig og veiti þér lífsfyllingu. Og eins að þú lifir innihaldsríku lífi og best þætti mér að þú gætir vaknað á morgnana fullur eftirvæntingar fyrir deginum sem er að renna upp. Og þegar spurningin er borinn upp, „hvað gerir þú?“ vona ég að hún verði þér tilefni til að íhuga hvað þú ert að gera við kollinn á þér. Vonandi ekki að velta honum uppúr óþarfa snobbi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
„Ég vinn á kassanum í Mercadona,“ sagði viðmælandinn við mig svo skemmtilega hnarreistur að það olli mér hollum heilabrotum. Á Spáni eru nefnilega atvinnumál í verra horfi en heima á Íslandi en að sama skapi er minni pressa á að vera stórlax. Þar heima veit ég að sumir fara hjá sér þegar spurt er út í atvinnu þeirra af einhverri undarlegri skömm fyrir að vera ekki forstjórar, stjórnmálamenn, vísindamenn, fjárfestar eða listamenn sem selja andlega afurð sína í bílförmum og það helst í útlöndum. Spurningin al-íslenska „Hvað gerir þú“ er beinlínis ógnvekjandi í þeirra huga. Auðvitað getur það verið áfall að vera ekki tækur í þáttinn hans Gísla Marteins en þessi hégómi er ekki allskostar heilbrigður því til er fólk sem sinnir háum embættum og vinnur með mikla fjármuni og völd en er síðan samfélagi sínu til trafala. Sem betur fer er líka forgangsröðunin ólík hjá fólki. Margir vilja einfalt líf frekar en flókið og fullt af fyrirgangi. Aðrir hafa síðan áhuga á störfum sem samfélagið ber ekki mikla virðingu fyrir jafnvel þó þau séu æði mikilvæg. Svo getur nú líka verið að fólk sé að gera eitthvað utan vinnutíma sem er mikilvægara en framapotið. En hvað sem öllum hégóma líður vona ég að starfið eigi vel við þig og veiti þér lífsfyllingu. Og eins að þú lifir innihaldsríku lífi og best þætti mér að þú gætir vaknað á morgnana fullur eftirvæntingar fyrir deginum sem er að renna upp. Og þegar spurningin er borinn upp, „hvað gerir þú?“ vona ég að hún verði þér tilefni til að íhuga hvað þú ert að gera við kollinn á þér. Vonandi ekki að velta honum uppúr óþarfa snobbi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun