Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Stöð 2 „Krafan um fundinn er byggð á lögum félagsins um að hundrað félagsmenn geti beðið um svona fund. Þegar þeir eru ekki nema helmingurinn af því segir það sig sjálft að við getum ekki orðið við beiðninni,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Á föstudag var send krafa, studd af 163 undirskriftum, um að félagsfundur yrði haldinn til að ræða stöðuna sem upp er komin í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr félaginu. Í tilkynningu frá stjórn félagsins kemur fram að aðeins 52 af þeim sem skrifuðu undir kröfuna séu félagsmenn. Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar. Hann segir að þegar Jötunn hafi slitið sig frá sameiningarviðræðum hafi bara verið vitnað í það sem Heiðveig hafi sagt um stjórnina. „Þetta eru svona einhverjar eftiráskýringar sem segja ekki neitt. Þetta er mjög sérkennilegt. Svo er þarna nýja fólkið í Alþýðusambandinu. Það blasti við að þegar stofnfundur hins nýja félags yrði, væru öll hin félögin búin að segja sig úr ASÍ. Þeirra upplegg er eitthvað tengt því að mínu mati. Það er pólitík í þessu.“ Hann segist hafa verið minntur á það af eldri félögum að þetta sé í þriðja sinn svo vitað sé sem einhverjum sé vikið úr félaginu. „Í hin tvö skiptin hefðu nú þótt léttvægar ástæður að baki miðað við nú. Skemmdarverkið er þvílíkt að þetta varð ekki umflúið,“ segir Jónas. Birtist í Fréttablaðinu Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Krafan um fundinn er byggð á lögum félagsins um að hundrað félagsmenn geti beðið um svona fund. Þegar þeir eru ekki nema helmingurinn af því segir það sig sjálft að við getum ekki orðið við beiðninni,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Á föstudag var send krafa, studd af 163 undirskriftum, um að félagsfundur yrði haldinn til að ræða stöðuna sem upp er komin í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr félaginu. Í tilkynningu frá stjórn félagsins kemur fram að aðeins 52 af þeim sem skrifuðu undir kröfuna séu félagsmenn. Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar. Hann segir að þegar Jötunn hafi slitið sig frá sameiningarviðræðum hafi bara verið vitnað í það sem Heiðveig hafi sagt um stjórnina. „Þetta eru svona einhverjar eftiráskýringar sem segja ekki neitt. Þetta er mjög sérkennilegt. Svo er þarna nýja fólkið í Alþýðusambandinu. Það blasti við að þegar stofnfundur hins nýja félags yrði, væru öll hin félögin búin að segja sig úr ASÍ. Þeirra upplegg er eitthvað tengt því að mínu mati. Það er pólitík í þessu.“ Hann segist hafa verið minntur á það af eldri félögum að þetta sé í þriðja sinn svo vitað sé sem einhverjum sé vikið úr félaginu. „Í hin tvö skiptin hefðu nú þótt léttvægar ástæður að baki miðað við nú. Skemmdarverkið er þvílíkt að þetta varð ekki umflúið,“ segir Jónas.
Birtist í Fréttablaðinu Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59