Síminn fær ensku úrvalsdeildina Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2018 16:13 Martial, Shaw og félagar verða í Sjónvarpi Símans frá og með næsta hausti. vísir/getty Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. Þetta staðfestir samskiptafulltrúi Símans í tilkynningu sem send var til fjölmiðla nú á fimmta tímanum. Í tilkynningunni segist Orri Hauksson, forstjóri Símans, vera stoltur af því að hafa náð ensku úrvaldsdeildinni til sín. „Enska úrvalsdeildin er eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins og við erum spennt að kynna nýjungar til leiks sem ekki hafa verið í boði áður eins og t.d. 4K útsendingar. Það ætti einnig að gleðja aðdáendur enskrar knattspyrnu að við munum sýna um 15% fleiri leiki í beinni útsendingu en er gert í dag,“ segir Orri.Sjá einnig: Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta haustiÍ sömu tilkynningu er haft eftir Richard Scudamor, framkvæmdastjóra ensku Úrvalsdeildarinnar, að hans fólk hlakki til að fá Símann til liðs við sig og að vonir standi til að fyrirtækið geti gert „upplifun aðdáenda enska boltans á Íslandi enn betri.“ Ljóst var í liðinni viku að enska úrvalsdeildin yrði ekki lengur á Stöð 2 Sport, þar sem hún hefur verið sýnd undanfarin ár. Sýn, eigandi Stöðvar 2 Sport, lagði fram tilboð í sýningarréttinn sem var umtalsvert hærra en fyrirtækið hefur greitt undanfarin ár. Það dugði ekki til og sagði forstjóri Sýnar að ljóst væri að borist hafi „ofurtilboð úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna.“ Með tilkynningu dagsins er endanlega ljóst að ofurtilboðið kom frá Símanum, sem talið er að geta numið um tveimur milljörðum króna. Í tilkynningu Sýnar fyrir helgi kom fram að fyrirtækið hafi metið það sem svo að slíkt tilboð „myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til.“ Vísir er í eigu Sýnar hf. Enski boltinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. Þetta staðfestir samskiptafulltrúi Símans í tilkynningu sem send var til fjölmiðla nú á fimmta tímanum. Í tilkynningunni segist Orri Hauksson, forstjóri Símans, vera stoltur af því að hafa náð ensku úrvaldsdeildinni til sín. „Enska úrvalsdeildin er eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins og við erum spennt að kynna nýjungar til leiks sem ekki hafa verið í boði áður eins og t.d. 4K útsendingar. Það ætti einnig að gleðja aðdáendur enskrar knattspyrnu að við munum sýna um 15% fleiri leiki í beinni útsendingu en er gert í dag,“ segir Orri.Sjá einnig: Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta haustiÍ sömu tilkynningu er haft eftir Richard Scudamor, framkvæmdastjóra ensku Úrvalsdeildarinnar, að hans fólk hlakki til að fá Símann til liðs við sig og að vonir standi til að fyrirtækið geti gert „upplifun aðdáenda enska boltans á Íslandi enn betri.“ Ljóst var í liðinni viku að enska úrvalsdeildin yrði ekki lengur á Stöð 2 Sport, þar sem hún hefur verið sýnd undanfarin ár. Sýn, eigandi Stöðvar 2 Sport, lagði fram tilboð í sýningarréttinn sem var umtalsvert hærra en fyrirtækið hefur greitt undanfarin ár. Það dugði ekki til og sagði forstjóri Sýnar að ljóst væri að borist hafi „ofurtilboð úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna.“ Með tilkynningu dagsins er endanlega ljóst að ofurtilboðið kom frá Símanum, sem talið er að geta numið um tveimur milljörðum króna. Í tilkynningu Sýnar fyrir helgi kom fram að fyrirtækið hafi metið það sem svo að slíkt tilboð „myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til.“ Vísir er í eigu Sýnar hf.
Enski boltinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38