Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Guðmundur Ingi Markússon skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. Grikkurinn fólst í því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 – útkomu tveggja ára samráðsverkefnis með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings: • Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð • Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð • Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð Ljóst er að 22 metra há og um 185 metra löng blokkalengja gengur þvert á þessar niðurstöður.Hvers vegna er skipulagslýsingin afnumin? Ekki vantaði fögur fyrirheit þegar samráðsverkefnið fór af stað. Bæjarfulltrúinn Ólafur Ingi Tómasson (D), sá hinn sami og nú fellir skipulagslýsinguna úr gildi, sagði á Facebook í janúar 2015: „Nú er verkefnið komið af stað og vona ég að sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins sem er að mínu mati verðmætasta svæði okkar Hafnfirðinga, ekki hvað varðar virði krónu og aura heldur lífsgæði …“ Nú er sáttin fyrir bí og niðurstaða samráðsverkefnisins (skipulagslýsingin) farin út um gluggann. Ástæðan er sögð vera sú, að í janúar sl. hafi verið samþykkt keppnislýsing fyrir arkitekta um framtíð svæðisins sem stangist á við skipulagslýsinguna. Þegar vel er að gáð sést, að efnislega liggur munurinn í því, að í keppnislýsingunni er ekki talað um „lágreistar byggingar“ heldu aðeins um „hæð og umfang“. Með því að henda skipulagslýsingunni hverfur þetta óþægilega atriði (lágreistar byggingar), og ætlunin er því að slá vopn úr höndum þeirra bæjarbúa sem hafa andmælt áformunum nú í haust.Hagsmunir hverra? Í grein í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. segir Ólafur Ingi að „Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar.“ Það má réttlæta allar stórframkvæmdir með því að segja að hagsmunir heildarinnar trompi hag nærsamfélagsins – þetta er því ekkert annað en málsvörn verktakaræðisins. Staðreyndin er sú, að 22 metra háu stórhýsin á Flensborgarhöfn snúast um hag hinna örfáu – fjársterkra aðila með víðtæk tengsl sem kjörnir fulltrúar eru handgengnir. Þegar hagsmunir þeirra stangast á við niðurstöðu íbúasamráðs er því hent út. Þessum aðilum nægir ekki óuppsegjanlegur leigusamningur við ríkið til 25 ára upp á 3,6 milljarða fyrir Hafrannsóknastofnun – þeir vilja byggja langt umfram þarfir stofnunarinnar. Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins. Kynnið ykkur málið á:www.sudurbakki.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. Grikkurinn fólst í því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 – útkomu tveggja ára samráðsverkefnis með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings: • Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð • Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð • Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð Ljóst er að 22 metra há og um 185 metra löng blokkalengja gengur þvert á þessar niðurstöður.Hvers vegna er skipulagslýsingin afnumin? Ekki vantaði fögur fyrirheit þegar samráðsverkefnið fór af stað. Bæjarfulltrúinn Ólafur Ingi Tómasson (D), sá hinn sami og nú fellir skipulagslýsinguna úr gildi, sagði á Facebook í janúar 2015: „Nú er verkefnið komið af stað og vona ég að sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins sem er að mínu mati verðmætasta svæði okkar Hafnfirðinga, ekki hvað varðar virði krónu og aura heldur lífsgæði …“ Nú er sáttin fyrir bí og niðurstaða samráðsverkefnisins (skipulagslýsingin) farin út um gluggann. Ástæðan er sögð vera sú, að í janúar sl. hafi verið samþykkt keppnislýsing fyrir arkitekta um framtíð svæðisins sem stangist á við skipulagslýsinguna. Þegar vel er að gáð sést, að efnislega liggur munurinn í því, að í keppnislýsingunni er ekki talað um „lágreistar byggingar“ heldu aðeins um „hæð og umfang“. Með því að henda skipulagslýsingunni hverfur þetta óþægilega atriði (lágreistar byggingar), og ætlunin er því að slá vopn úr höndum þeirra bæjarbúa sem hafa andmælt áformunum nú í haust.Hagsmunir hverra? Í grein í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. segir Ólafur Ingi að „Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar.“ Það má réttlæta allar stórframkvæmdir með því að segja að hagsmunir heildarinnar trompi hag nærsamfélagsins – þetta er því ekkert annað en málsvörn verktakaræðisins. Staðreyndin er sú, að 22 metra háu stórhýsin á Flensborgarhöfn snúast um hag hinna örfáu – fjársterkra aðila með víðtæk tengsl sem kjörnir fulltrúar eru handgengnir. Þegar hagsmunir þeirra stangast á við niðurstöðu íbúasamráðs er því hent út. Þessum aðilum nægir ekki óuppsegjanlegur leigusamningur við ríkið til 25 ára upp á 3,6 milljarða fyrir Hafrannsóknastofnun – þeir vilja byggja langt umfram þarfir stofnunarinnar. Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins. Kynnið ykkur málið á:www.sudurbakki.is.
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar