Notar dagblöð í stað plastpoka þegar hún hirðir upp eftir hundinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 19:00 Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. Bannað verður að nota einnota plastpoka, plasthnífapör, diska og glös eftir nokkur ár. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að plastmálum. Í Reykjavík býr sjö manna fjölskylda byrjaði á því fyrir fjórum árum. Dóra Magnúsdóttir umhverfisgæðingur segir að gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum. „Ég nota til dæmis kókosolíu í glerkrukku í stað hreinsikrems í plasti til að taka af mér farða. Við notum handsápu sem er ekki í plastumbúðum. Það eru að sjálfsögðu umhverfisvænir pokar í ruslinu. Þá fer ég með saumaða poka í búðina til að setja í grænmeti og ávexti. Ég er alltaf með margnota poka í bílnum og ef ég gleymi þeim þegar ég fer að versla tíni ég matinn inní bílinn og sæki poka til að bera hann inn þegar heim er komið. Við kaupum ekki smjörva því hann er í plastíláti heldur hreint smjör sem við geymum mjúkt á eldhúsbekknum. Við kaupum heldur ekki gosdrykki í plasti en eigum sódastreamtæki,“ segir Dóra. Fjölskyldan flokkar allt rusl og hefur komið sér upp moltu. „Ég og maðurinn minn erum alveg eitt í þessu en krakkarnir henda stundum banönum í almenna ruslið og fá þá alveg að heyra það,“ segir Dóra og brosir. Á heimilinu er hundur og þegar Dóra fer með hann út þá notar hún dagblöð í stað plastpoka til að hirða upp eftir hann. Dóra segir að móðir hennar hafi verið á undan samtímanum þegar kom að umhverfismálum. „Mamma saumaði til að mynda margnota jólapoka sem við fjölskyldan notum í stað umbúðapappírs. Fyrst fannst mér þetta hálfleiðinegt en núna eru þessi pokar bara heilagir,“ segir hún að lokum. Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. Bannað verður að nota einnota plastpoka, plasthnífapör, diska og glös eftir nokkur ár. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að plastmálum. Í Reykjavík býr sjö manna fjölskylda byrjaði á því fyrir fjórum árum. Dóra Magnúsdóttir umhverfisgæðingur segir að gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum. „Ég nota til dæmis kókosolíu í glerkrukku í stað hreinsikrems í plasti til að taka af mér farða. Við notum handsápu sem er ekki í plastumbúðum. Það eru að sjálfsögðu umhverfisvænir pokar í ruslinu. Þá fer ég með saumaða poka í búðina til að setja í grænmeti og ávexti. Ég er alltaf með margnota poka í bílnum og ef ég gleymi þeim þegar ég fer að versla tíni ég matinn inní bílinn og sæki poka til að bera hann inn þegar heim er komið. Við kaupum ekki smjörva því hann er í plastíláti heldur hreint smjör sem við geymum mjúkt á eldhúsbekknum. Við kaupum heldur ekki gosdrykki í plasti en eigum sódastreamtæki,“ segir Dóra. Fjölskyldan flokkar allt rusl og hefur komið sér upp moltu. „Ég og maðurinn minn erum alveg eitt í þessu en krakkarnir henda stundum banönum í almenna ruslið og fá þá alveg að heyra það,“ segir Dóra og brosir. Á heimilinu er hundur og þegar Dóra fer með hann út þá notar hún dagblöð í stað plastpoka til að hirða upp eftir hann. Dóra segir að móðir hennar hafi verið á undan samtímanum þegar kom að umhverfismálum. „Mamma saumaði til að mynda margnota jólapoka sem við fjölskyldan notum í stað umbúðapappírs. Fyrst fannst mér þetta hálfleiðinegt en núna eru þessi pokar bara heilagir,“ segir hún að lokum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30
Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15