Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Sveinn Arnarsson skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. „Það er eiginlega hægt að segja að það er óvissan sem er verst fyrir félagsmenn okkar. Þeir vita ekkert hvað tekur við og það veit svo sem enginn hvað bíður okkar og hvað verður,“ segir Berglind. „Við munum bara standa við bakið á okkar félagsmönnum og verðum til taks og munum boða til félagsfundar eftir þörfum. Frekari upplýsingar höfum við ekki í augnablikinu.“ Í dag eru félagsmenn FFÍ rúmlega 700. Þeir starfa hjá Icelandair, Air Iceland Connect og WOW air. Ljóst er að nú eru allir félagsmenn FFÍ starfandi undir sama félaginu sem er Icelandair Group. „Það hafa þó nokkrir félagsmenn okkar haft samband og eru að velta fyrir sér stöðunni,“ bætir Berglind við. „Rétt er þó að taka fram að þó Icelandair taki yfir WOW air þá þarf það ekkert að vera að flugfreyjurnar fari á annan kjarasamning. Nú fyrir er Icelandair Group með tvö fyrirtæki, annars vegar Icelandair og hins vegar Air Iceland Connect og þar eru tveir mismunandi kjarasamningar. Þetta verða því samkvæmt okkar skilningi enn þrír kjarasamningar og félagsmenn ættu að geta gengið að því sem vísu.“ Margir starfsmenn WOW air hafa talað vel um fyrirtækið á samfélagsmiðlum í gær. Berglind segir það til marks um hvað félagsmenn séu stoltir af að vinna hjá fyrirtækinu. „Það sýnir bara að fyrir þennan hóp er fyrirtækið þeim mjög kært og sýnir góðan anda innan þess.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. „Það er eiginlega hægt að segja að það er óvissan sem er verst fyrir félagsmenn okkar. Þeir vita ekkert hvað tekur við og það veit svo sem enginn hvað bíður okkar og hvað verður,“ segir Berglind. „Við munum bara standa við bakið á okkar félagsmönnum og verðum til taks og munum boða til félagsfundar eftir þörfum. Frekari upplýsingar höfum við ekki í augnablikinu.“ Í dag eru félagsmenn FFÍ rúmlega 700. Þeir starfa hjá Icelandair, Air Iceland Connect og WOW air. Ljóst er að nú eru allir félagsmenn FFÍ starfandi undir sama félaginu sem er Icelandair Group. „Það hafa þó nokkrir félagsmenn okkar haft samband og eru að velta fyrir sér stöðunni,“ bætir Berglind við. „Rétt er þó að taka fram að þó Icelandair taki yfir WOW air þá þarf það ekkert að vera að flugfreyjurnar fari á annan kjarasamning. Nú fyrir er Icelandair Group með tvö fyrirtæki, annars vegar Icelandair og hins vegar Air Iceland Connect og þar eru tveir mismunandi kjarasamningar. Þetta verða því samkvæmt okkar skilningi enn þrír kjarasamningar og félagsmenn ættu að geta gengið að því sem vísu.“ Margir starfsmenn WOW air hafa talað vel um fyrirtækið á samfélagsmiðlum í gær. Berglind segir það til marks um hvað félagsmenn séu stoltir af að vinna hjá fyrirtækinu. „Það sýnir bara að fyrir þennan hóp er fyrirtækið þeim mjög kært og sýnir góðan anda innan þess.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15
Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30