Hagnaður Sýnar dróst saman um 22 prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 17:45 Stefán Sigurðsson er forstjóri Sýnar. Hagnaður fjarskiptafyrirtækisins Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 nam 226 milljónum króna. Hagnaðurinn dróst saman um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða milli ára, að því er segir í tilkynningu.Fjárfestingahreyfingar námu 516 milljónum króna Tekjur Sýnar á þriðja ársfjórðungi 2018 námu 5.449 milljónum króna sem er hækkun um 59% á milli ára. Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins jukust um 6.233 milljónir króna eða 63%. EBITDA-hagnaður Sýnar nam 1.032 milljónum króna á ársfjórðungnum sem er hækkun um 178 milljónir króna milli ára. EBITDA-hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.468 milljónum króna, sem er 6% hækkun á milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 226 milljónum króna, eins og áður sagði, sem er 22% lækkun á milli ára. Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins var 278 m. kr., sem er 62% lækkun milli ára. Þá námu fjárfestingahreyfingar samstæðunnar 516 milljónum króna á fjórðungnum sem er 40% hækkun á milli ára. Þær má meðal annars rekja til fjárfestinga í húsnæði og kerfum tengdum samrunaverkefni og útskiptingu á myndlyklum. Umfangsmestu verkefnin að baki eftir flutningaSýn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun nóvember eftir að í ljós kom að rekstrarhagnaður fyrirtækisins væri undir væntingum. Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar, í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá samrunann taka að skila sér í uppgjöri þriðja fjórðungs. Ýmiss kostnaður við samrunann hafi þó verið hærri en búist var við. „Félagið þurfti því miður að lækka afkomuhorfur fyrir árið 2018 einkum vegna þess að samrunaverkefnin hafa haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var. Þetta hefur haft þau áhrif að kostnaðarstig fyrirtækisins hefur verið hærra en búist var við þar sem rekstrarverkefni hafa skilað sér hægar auk þess sem ytri kostnaður og launakostnaður hefur verið hærri í tengslum við álag og yfirvinnu við yfirfærslu kerfa og flutninga, fækkun stöðugilda er þó í takt við markmið samrunans,“ segir Stefán. „Því til viðbótar hefur gengisveiking krónunnar haft neikvæð áhrif sérstaklega á horfur fjórða fjórðungs. Góðu fréttirnar eru að álag vegna samrunans mun ekki vara að eilífu og að samrunaverkefnið er langt komið. Með hverjum deginum verður reksturinn eðlilegri og eftir að búið er að færa alla starfsemi og starfsmenn að Suðurlandsbraut með tilfærslu myndvera við áramót séu umfangsmestu verkefnin að baki.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Hagnaður fjarskiptafyrirtækisins Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 nam 226 milljónum króna. Hagnaðurinn dróst saman um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða milli ára, að því er segir í tilkynningu.Fjárfestingahreyfingar námu 516 milljónum króna Tekjur Sýnar á þriðja ársfjórðungi 2018 námu 5.449 milljónum króna sem er hækkun um 59% á milli ára. Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins jukust um 6.233 milljónir króna eða 63%. EBITDA-hagnaður Sýnar nam 1.032 milljónum króna á ársfjórðungnum sem er hækkun um 178 milljónir króna milli ára. EBITDA-hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.468 milljónum króna, sem er 6% hækkun á milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 226 milljónum króna, eins og áður sagði, sem er 22% lækkun á milli ára. Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins var 278 m. kr., sem er 62% lækkun milli ára. Þá námu fjárfestingahreyfingar samstæðunnar 516 milljónum króna á fjórðungnum sem er 40% hækkun á milli ára. Þær má meðal annars rekja til fjárfestinga í húsnæði og kerfum tengdum samrunaverkefni og útskiptingu á myndlyklum. Umfangsmestu verkefnin að baki eftir flutningaSýn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun nóvember eftir að í ljós kom að rekstrarhagnaður fyrirtækisins væri undir væntingum. Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar, í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá samrunann taka að skila sér í uppgjöri þriðja fjórðungs. Ýmiss kostnaður við samrunann hafi þó verið hærri en búist var við. „Félagið þurfti því miður að lækka afkomuhorfur fyrir árið 2018 einkum vegna þess að samrunaverkefnin hafa haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var. Þetta hefur haft þau áhrif að kostnaðarstig fyrirtækisins hefur verið hærra en búist var við þar sem rekstrarverkefni hafa skilað sér hægar auk þess sem ytri kostnaður og launakostnaður hefur verið hærri í tengslum við álag og yfirvinnu við yfirfærslu kerfa og flutninga, fækkun stöðugilda er þó í takt við markmið samrunans,“ segir Stefán. „Því til viðbótar hefur gengisveiking krónunnar haft neikvæð áhrif sérstaklega á horfur fjórða fjórðungs. Góðu fréttirnar eru að álag vegna samrunans mun ekki vara að eilífu og að samrunaverkefnið er langt komið. Með hverjum deginum verður reksturinn eðlilegri og eftir að búið er að færa alla starfsemi og starfsmenn að Suðurlandsbraut með tilfærslu myndvera við áramót séu umfangsmestu verkefnin að baki.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37
Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun