Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 20:30 Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. Umboðsmaður barna hefur gert úttekt á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir börn á aldrinum 13-15 ára í sumar. Tímakaup er lægst fyrir nemendur í 7. bekk hjá Borgarbyggð, 437 kr. á tímann, en hæst laun býður Svalbarðshreppur sem greiðir öllum 1.484 krónur á tímann óháð aldri. Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd greiða nemendum í 8. bekk 498 krónur á tímann sem er rétt tæpum þúsund krónum minna en jafnaldrar þeirra í Svalbraðshreppi fá í laun. „Það er töluvert mikill munur á tímakaupi hjá börnum og það er eitthvað sem mér finnst að sveitarfélögin eigi að skoða og við hvað eiga þau að miða þegar þau ákveða tímakaupið,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Árið 2017 störfuðu tæplega 20 þúsund börn á íslenskum vinnumarkaði eða um fjórðungur sem er töluvert hærra hlutfall en í nágannalöndum. Nánari niðurstöður úttektarinnar sem og nýjar tölur frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna verða kynntar á málþingi á morgun þar sem atvinnuþátttaka barna verður í brennidepli. Salvör segir tilefni til að skoða hvernig staðið er að þátttöku barna á vinnumarkaði en ljóst sé að eftirspurn sé eftir starfskrafti barna og unglinga. „Þau eru að fá vinnu og þau eru þá að halda uppi einhverri atvinnustarfsemi sem kannski væri erfitt að manna öðruvísi þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem við sem samfélag þurfum auðvitað að hugsa um og velta fyrir okkur,“ segir Salvör. Borgarbyggð Kjaramál Svalbarðshreppur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. Umboðsmaður barna hefur gert úttekt á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir börn á aldrinum 13-15 ára í sumar. Tímakaup er lægst fyrir nemendur í 7. bekk hjá Borgarbyggð, 437 kr. á tímann, en hæst laun býður Svalbarðshreppur sem greiðir öllum 1.484 krónur á tímann óháð aldri. Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd greiða nemendum í 8. bekk 498 krónur á tímann sem er rétt tæpum þúsund krónum minna en jafnaldrar þeirra í Svalbraðshreppi fá í laun. „Það er töluvert mikill munur á tímakaupi hjá börnum og það er eitthvað sem mér finnst að sveitarfélögin eigi að skoða og við hvað eiga þau að miða þegar þau ákveða tímakaupið,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Árið 2017 störfuðu tæplega 20 þúsund börn á íslenskum vinnumarkaði eða um fjórðungur sem er töluvert hærra hlutfall en í nágannalöndum. Nánari niðurstöður úttektarinnar sem og nýjar tölur frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna verða kynntar á málþingi á morgun þar sem atvinnuþátttaka barna verður í brennidepli. Salvör segir tilefni til að skoða hvernig staðið er að þátttöku barna á vinnumarkaði en ljóst sé að eftirspurn sé eftir starfskrafti barna og unglinga. „Þau eru að fá vinnu og þau eru þá að halda uppi einhverri atvinnustarfsemi sem kannski væri erfitt að manna öðruvísi þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem við sem samfélag þurfum auðvitað að hugsa um og velta fyrir okkur,“ segir Salvör.
Borgarbyggð Kjaramál Svalbarðshreppur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira