Handbolti

Janus og Ómar frábærir í stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus svífur inn í teiginn.
Janus svífur inn í teiginn. vísir/getty
Íslensku strákarnir í Álaborg áttu frábæran leik er Álaborg rúllaði yfir Lemvig-Thyborøn á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en lokatölur urðu 33-23.

Álaborg tók frumvkæðið í leiknum og var meðal annars sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir héldu hreðjartökunum á leiknum i síðari hállfeik og varð munurinn að endingu tíu mörk.

Janus Daði Smárason átti frábæran leik á miðjunni hjá Álaborg en hann skoraði sjö mörk og gaf eina stoðsendingu. Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum.

Álaborg er á toppnum í dönsku úrvalsdeildinni ásamt Bjerringbro-Silkeborg en bæði lið eru með átján stig eftir ellefu umferðir en Bjerringbro-Silkeborg gerði einmitt jafntefli við KIF Kolding í kvöld, 27-27.

Ólafur Gústafsson leikur með KIF en hann skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum. FH-ingurinn er máttarstólpurinn í varnarleik liðsins. Kolding er í níunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×