Frekari vaxtahækkanir í kortunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:00 Seðlabankinn segir aukna verðbólgu hafa lækkað raunvexti bankans umfram það sem æskilegt sé. Fréttablaðið/Stefán Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir það ef til vill hafa komið á óvart að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli hafa hækkað stýrivexti bankans í stað þess að hinkra og sjá hvort verðbólguvæntingar færu að gefa sig. Bankinn hafi enda nýverið létt á innflæðishöftunum sem gæti stutt við krónuna og þar með ýtt væntingunum aðeins niður á við. „Á móti kemur að bankinn er ef til vill að falla á tíma með vaxtahækkanir þar sem verðbólguhorfur fara nú hratt versnandi,“ segir hún. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur vaxtahækkunina hafa verið ótímabæra af þeirri einföldu ástæðu að staðan í efnahagslífinu sé mjög viðkvæm. Hækkunin sé aðeins til þess fallin að hraða kólnun hagkerfisins.Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku bankaPeningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig en í yfirlýsingu nefndarinnar sagði að aukin verðbólga og hærri verðbólguvæntingar hefðu lækkað raunvexti Seðlabankans umfram það sem æskilegt væri. Kristrún segir vaxtahækkunina hafa komið nokkuð á óvart að því leyti að bankinn hafi verið nýbúinn að létta á innflæðishöftunum. „Ein af forsendunum fyrir því var minnkandi vaxtamunur og því er áhugavert að bankinn stígi nú strax það skref að hækka vexti. Það mætti þó segja að bankinn sé að einhverju leyti á eftir kúrfunni þegar kemur að vaxtahækkunum. Raunvaxtastig er orðið lágt og fer lækkandi með aukinni verðbólgu, auk þess sem spennan í hagkerfinu mælist meiri en þeir upprunalega héldu. Bankinn á að einhverju leyti að vera framsýnn og hafa þegar brugðist við því að verðbólgan sé að fara upp í rúmlega þrjú prósent í þessum mánuði,“ nefnir Kristrún.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsinsÁsdís segir peningastefnunefnd hafa rökstutt hærri vexti með vísan til meðal annars veikingar krónunnar og hækkandi verðbólguvæntinga. „Það þarf hins vegar að hafa í huga að gengisveikingu krónunnar síðustu vikurnar má meðal annars rekja til þeirrar óvissu sem er uppi á vinnumarkaði og áhyggna fjárfesta og annarra af efnahagshorfum,“ nefnir Ásdís og bætir einnig við að Seðlabankinn hafi sjálfur – með stífum innflæðishöftum – ýtt undir veikingu krónunnar. Aðspurð segir Kristrún ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið, hvort sem það gerist í næsta mánuði eða eftir áramót. „Markaðurinn er svartsýnn sem sýnir sig í því að hann hefur þegar verðlagt rúmlega hundrað punkta hækkun á vöxtum á næsta eina og hálfa árinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir það ef til vill hafa komið á óvart að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli hafa hækkað stýrivexti bankans í stað þess að hinkra og sjá hvort verðbólguvæntingar færu að gefa sig. Bankinn hafi enda nýverið létt á innflæðishöftunum sem gæti stutt við krónuna og þar með ýtt væntingunum aðeins niður á við. „Á móti kemur að bankinn er ef til vill að falla á tíma með vaxtahækkanir þar sem verðbólguhorfur fara nú hratt versnandi,“ segir hún. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur vaxtahækkunina hafa verið ótímabæra af þeirri einföldu ástæðu að staðan í efnahagslífinu sé mjög viðkvæm. Hækkunin sé aðeins til þess fallin að hraða kólnun hagkerfisins.Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku bankaPeningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig en í yfirlýsingu nefndarinnar sagði að aukin verðbólga og hærri verðbólguvæntingar hefðu lækkað raunvexti Seðlabankans umfram það sem æskilegt væri. Kristrún segir vaxtahækkunina hafa komið nokkuð á óvart að því leyti að bankinn hafi verið nýbúinn að létta á innflæðishöftunum. „Ein af forsendunum fyrir því var minnkandi vaxtamunur og því er áhugavert að bankinn stígi nú strax það skref að hækka vexti. Það mætti þó segja að bankinn sé að einhverju leyti á eftir kúrfunni þegar kemur að vaxtahækkunum. Raunvaxtastig er orðið lágt og fer lækkandi með aukinni verðbólgu, auk þess sem spennan í hagkerfinu mælist meiri en þeir upprunalega héldu. Bankinn á að einhverju leyti að vera framsýnn og hafa þegar brugðist við því að verðbólgan sé að fara upp í rúmlega þrjú prósent í þessum mánuði,“ nefnir Kristrún.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsinsÁsdís segir peningastefnunefnd hafa rökstutt hærri vexti með vísan til meðal annars veikingar krónunnar og hækkandi verðbólguvæntinga. „Það þarf hins vegar að hafa í huga að gengisveikingu krónunnar síðustu vikurnar má meðal annars rekja til þeirrar óvissu sem er uppi á vinnumarkaði og áhyggna fjárfesta og annarra af efnahagshorfum,“ nefnir Ásdís og bætir einnig við að Seðlabankinn hafi sjálfur – með stífum innflæðishöftum – ýtt undir veikingu krónunnar. Aðspurð segir Kristrún ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið, hvort sem það gerist í næsta mánuði eða eftir áramót. „Markaðurinn er svartsýnn sem sýnir sig í því að hann hefur þegar verðlagt rúmlega hundrað punkta hækkun á vöxtum á næsta eina og hálfa árinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30
„Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00
Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26