Fékk víti fyrir að sparka í jörðina en bað alla afsökunar eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 11:00 Raheem Sterling dettur í grasið eftir að hafa sparkað í jörðina. Vísir/Getty Spaugilegt atvik í Meistaradeildinni fékk skyndilega mun alvarlegri stimpil þegar dómari leiksins benti óvænt á vítapunktinn. Raheem Sterling fékk nefnilega gefins víti í stórsigri Manchester City á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raheem Sterling hafði sloppið framhjá varnarmanni og inn í teiginn. Hann reyndi að skjóta á markið en hitti ekki boltann og sparkaði þess í stað í jörðina. Þetta voru frekar fyndin mistök hjá Raheem Sterling og því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar Viktor Kassai, dómari leiksins, dæmdi víti. Leikmenn trúðu ekki sínum eigin augum og enginn var meira hissa en leikmaðurinn sem átti að hafa brotið á Raheem Sterling.Raheem Sterling says sorry for bizarre penalty decision after Man City thrash Shakhtar Donetsk https://t.co/NTcuFAXt5q — Telegraph Football (@TeleFootball) November 8, 2018Raheem Sterling fór þó ekki til dómarans og sagði honum frá því hvað hafði gerst og dómarinn leit alltaf verr og verr út með hverri endursýningunni. Eftir leiksins var Raheem Sterling þó fullur iðrunar. „Ég ætlað að láta vaða á markið en svo veit ég bara ekki hvað gerðist næst. Ég endaði í grasinu og snéri mér við. Ég fann enga snertingu og þetta var bara minn klaufaskapur,“ sagði Raheem Sterling. „Ég vil biðja dómarann afsökunar og ég vil biðja einnig Shakhtar afsökunar,“ sagði Sterling.Raheem Sterling apologises to the referee and to Shakhtar for last night's penalty incident (@Esp_Interativo) pic.twitter.com/lDHyox1vIG — B/R Football (@brfootball) November 8, 2018„Við áttuðum okkur strax á því að þetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefði vissulega getað sagt eitthvað en Liverpool og Milner hefði líka geta gert það í átta liða úrslitunum í fyrra,“ sagði Pep Guardiola. „Við viljum ekki skora svona mörk því þetta var svo augljóst. Ég veit ekki hver staðan er á VAR en það ætti ekki að vera svo erfitt að fá mann til að skoða þetta í fjórar til fimm sekúndur og láta vita að þetta var ekki víti,“ bætti Pep Guardiola við.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Raheem Sterling fiskar vítaspyrnuna. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Spaugilegt atvik í Meistaradeildinni fékk skyndilega mun alvarlegri stimpil þegar dómari leiksins benti óvænt á vítapunktinn. Raheem Sterling fékk nefnilega gefins víti í stórsigri Manchester City á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raheem Sterling hafði sloppið framhjá varnarmanni og inn í teiginn. Hann reyndi að skjóta á markið en hitti ekki boltann og sparkaði þess í stað í jörðina. Þetta voru frekar fyndin mistök hjá Raheem Sterling og því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar Viktor Kassai, dómari leiksins, dæmdi víti. Leikmenn trúðu ekki sínum eigin augum og enginn var meira hissa en leikmaðurinn sem átti að hafa brotið á Raheem Sterling.Raheem Sterling says sorry for bizarre penalty decision after Man City thrash Shakhtar Donetsk https://t.co/NTcuFAXt5q — Telegraph Football (@TeleFootball) November 8, 2018Raheem Sterling fór þó ekki til dómarans og sagði honum frá því hvað hafði gerst og dómarinn leit alltaf verr og verr út með hverri endursýningunni. Eftir leiksins var Raheem Sterling þó fullur iðrunar. „Ég ætlað að láta vaða á markið en svo veit ég bara ekki hvað gerðist næst. Ég endaði í grasinu og snéri mér við. Ég fann enga snertingu og þetta var bara minn klaufaskapur,“ sagði Raheem Sterling. „Ég vil biðja dómarann afsökunar og ég vil biðja einnig Shakhtar afsökunar,“ sagði Sterling.Raheem Sterling apologises to the referee and to Shakhtar for last night's penalty incident (@Esp_Interativo) pic.twitter.com/lDHyox1vIG — B/R Football (@brfootball) November 8, 2018„Við áttuðum okkur strax á því að þetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefði vissulega getað sagt eitthvað en Liverpool og Milner hefði líka geta gert það í átta liða úrslitunum í fyrra,“ sagði Pep Guardiola. „Við viljum ekki skora svona mörk því þetta var svo augljóst. Ég veit ekki hver staðan er á VAR en það ætti ekki að vera svo erfitt að fá mann til að skoða þetta í fjórar til fimm sekúndur og láta vita að þetta var ekki víti,“ bætti Pep Guardiola við.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Raheem Sterling fiskar vítaspyrnuna.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira