Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 15:30 Berglind Þorsteinsdóttir og Martha Hermannsdóttir eru búnar að spila frábærlega. vísir Nýliðar HK og KA/Þórs hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna í vetur en eftir fyrsta þriðjung deildarinnar er hvorugt liðið í fallsæti. HK er með sex stig en KA/Þór með átta stig. Búist var við litlu af HK sem komst upp í gegnum umspil í vor og bætti litlu við sig eins og KA/Þór. Liðið hefur þvert á móti spilað vel og sérstaklega varnarleikinn þar sem hin 19 ára gamla Berglind Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum. Þar fer framtíðar varnarmaður íslenska landsliðsins. „Ég vona að hún haldi rétt á spilunum og bæti sinn leik. Hún var með unglingalandsliðinu í sumar og stóð sig vel þar. Hún var samt skytta en fer minna í skyttuna núna,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta um Berglindi en hún var sérfræðingur í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. „Mér finnst pínulítið sorglegt að það sé verið að gera varnarmann úr henni strax á meðan hún er svona ung. Ég vil sjá hana fá meiri reynslu í skyttunni því það er geðveikt að geta spilað vörn eins og hún spilar og vera svo líka hávaxin skytta. Þetta er það eina sem truflar mig,“ segir Þorgerður og Ásgeir Jónsson tekur undir þetta. „Þetta er vonarstjarna kvennaboltans sem varnarmaður. Hún er að spila það vel. Það er samt ekki alltaf þannig að leikmenn taki út sinn sóknarþroska fyrir tvítugt. Ég er sammála að það megi ekki bara afskrifa hana þar,“ segir Ásgeir. KA/Þór er búið að vinna sigra á Haukum og Fram og er í fimmta sæti með átta stig. Langbesti leikmaður liðsins er fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum. „Hún er að skapa færi þegar að mest á reynir, hún er að gefa stoðsendinar og er mótorinn í varnarleiknum. Hún er verðskuldað besti leikmaður þessara fyrstu sjö umferða. Þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru gæðin sem að búa í þessum leikmanni,“ segir Ásgeir og Þorgerður er svo sannarlega hrifin af þessum reynslubolta. „Hún er bara ofurkona. Svo er hún svo líka mikill liðsmaður að ég held að það sé ógeðslega gaman að vera með henni í liði. Hún er alltaf að búa til eitthvað fyrir alla í kringum sig og hugsar ekkert um sig í fyrsta sæti. Svo tekur hún sín skot og klárar þau mjög vel. Það er mjög sterkt að vera með svona leikmann í svona liði,“ segir Þorgerður Anna. Alla umræðuna um nýliðana úr uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar um fyrsta þriðjung deildarinnar má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Nýliðar HK og KA/Þórs hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna í vetur en eftir fyrsta þriðjung deildarinnar er hvorugt liðið í fallsæti. HK er með sex stig en KA/Þór með átta stig. Búist var við litlu af HK sem komst upp í gegnum umspil í vor og bætti litlu við sig eins og KA/Þór. Liðið hefur þvert á móti spilað vel og sérstaklega varnarleikinn þar sem hin 19 ára gamla Berglind Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum. Þar fer framtíðar varnarmaður íslenska landsliðsins. „Ég vona að hún haldi rétt á spilunum og bæti sinn leik. Hún var með unglingalandsliðinu í sumar og stóð sig vel þar. Hún var samt skytta en fer minna í skyttuna núna,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta um Berglindi en hún var sérfræðingur í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. „Mér finnst pínulítið sorglegt að það sé verið að gera varnarmann úr henni strax á meðan hún er svona ung. Ég vil sjá hana fá meiri reynslu í skyttunni því það er geðveikt að geta spilað vörn eins og hún spilar og vera svo líka hávaxin skytta. Þetta er það eina sem truflar mig,“ segir Þorgerður og Ásgeir Jónsson tekur undir þetta. „Þetta er vonarstjarna kvennaboltans sem varnarmaður. Hún er að spila það vel. Það er samt ekki alltaf þannig að leikmenn taki út sinn sóknarþroska fyrir tvítugt. Ég er sammála að það megi ekki bara afskrifa hana þar,“ segir Ásgeir. KA/Þór er búið að vinna sigra á Haukum og Fram og er í fimmta sæti með átta stig. Langbesti leikmaður liðsins er fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum. „Hún er að skapa færi þegar að mest á reynir, hún er að gefa stoðsendinar og er mótorinn í varnarleiknum. Hún er verðskuldað besti leikmaður þessara fyrstu sjö umferða. Þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru gæðin sem að búa í þessum leikmanni,“ segir Ásgeir og Þorgerður er svo sannarlega hrifin af þessum reynslubolta. „Hún er bara ofurkona. Svo er hún svo líka mikill liðsmaður að ég held að það sé ógeðslega gaman að vera með henni í liði. Hún er alltaf að búa til eitthvað fyrir alla í kringum sig og hugsar ekkert um sig í fyrsta sæti. Svo tekur hún sín skot og klárar þau mjög vel. Það er mjög sterkt að vera með svona leikmann í svona liði,“ segir Þorgerður Anna. Alla umræðuna um nýliðana úr uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar um fyrsta þriðjung deildarinnar má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30