Býst við að spila í Svíþjóð Hjörvar Ólafsson skrifar 9. nóvember 2018 10:00 Svava Rós vonast til að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu á næstu misserum. Fréttablaðið/Eyþór Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leiktíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós var jöfn tveimur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deildinni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðsframherjinn um komandi tíma hjá liðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sjá meira
Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leiktíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós var jöfn tveimur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deildinni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðsframherjinn um komandi tíma hjá liðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti