Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Vísir Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir alvarlegt mál að félagið slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Orkuveitan tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum beri Orkuveitunni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutallið yfir einum. „Við högum fjármögnuninni í samræmi við það og þetta lán var einn liður í því,“ nefnir hann. Hlutfall veltufjármuna af skammtímaskuldum Orkuveitunnar, svokallað veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016 en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár 2017, þegar aðalfundur samþykkti að greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að félagið geti greitt út arð er að umrætt hlutfall sé yfir einum. Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október eftir ítarlegum upplýsingum um lánið frá Íslandsbanka. „Ég kallaði fyrr í haust eftir upplýsingum um allar lántökur Orkuveitunnar síðustu árin,“ útskýrir Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka athygli mína. Það sem vekur athygli er að lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast. Ég spurðist frekar fyrir um lánið þar sem grunur minn var sá að lánið hafi verið gagngert tekið í einhverjum flýti til þess að uppfylla arðgreiðsluskilyrði.“ Hildur segir að um sé að ræða alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún. Það liggi fyrir að félagið sé reglulega skuldsett í þeim tilgangi að hækka veltufjárhlutfall og uppfylla arðgreiðsluskilyrði. Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu greiddar niður og gjaldskrár lækkaðar. „Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni, fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðlilegra að svigrúm í rekstrinum sé fært í hendur réttilegra eigenda með gjaldskrárlækkunum. Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar og er með fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í botni, svo dæmi séu tekin, skattar sem mér þætti í báðum tilfellum rétt að lækka, og mér þætti því eðlilegt að það skattfé myndi nægja pólitíkinni vel ríflega til þess að standa hér undir grunnþjónustu,“ nefnir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir alvarlegt mál að félagið slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Orkuveitan tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum beri Orkuveitunni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutallið yfir einum. „Við högum fjármögnuninni í samræmi við það og þetta lán var einn liður í því,“ nefnir hann. Hlutfall veltufjármuna af skammtímaskuldum Orkuveitunnar, svokallað veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016 en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár 2017, þegar aðalfundur samþykkti að greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að félagið geti greitt út arð er að umrætt hlutfall sé yfir einum. Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október eftir ítarlegum upplýsingum um lánið frá Íslandsbanka. „Ég kallaði fyrr í haust eftir upplýsingum um allar lántökur Orkuveitunnar síðustu árin,“ útskýrir Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka athygli mína. Það sem vekur athygli er að lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast. Ég spurðist frekar fyrir um lánið þar sem grunur minn var sá að lánið hafi verið gagngert tekið í einhverjum flýti til þess að uppfylla arðgreiðsluskilyrði.“ Hildur segir að um sé að ræða alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún. Það liggi fyrir að félagið sé reglulega skuldsett í þeim tilgangi að hækka veltufjárhlutfall og uppfylla arðgreiðsluskilyrði. Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu greiddar niður og gjaldskrár lækkaðar. „Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni, fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðlilegra að svigrúm í rekstrinum sé fært í hendur réttilegra eigenda með gjaldskrárlækkunum. Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar og er með fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í botni, svo dæmi séu tekin, skattar sem mér þætti í báðum tilfellum rétt að lækka, og mér þætti því eðlilegt að það skattfé myndi nægja pólitíkinni vel ríflega til þess að standa hér undir grunnþjónustu,“ nefnir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira