Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 11:56 Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Valli Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. Það sé eðlilegur liður í fjárstýringu að taka lán en OR hafi greitt niður meira en tekið var af lánum. Það væri því nærtækara að hans mati að fagna bættri fjárhagsstöðu OR, fremur en að brigsla stjórnarmönnum um lántökur til að standa undir arðgreiðslum.Hildur sagði í samtali við Fréttablaðið að sér þætti alvarlegt mál að Orkuveita Reykjavíkur slái dýr lán „gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna.“ Var þar vísað til til láns sem Orkuveitan tók upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt.Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðsluÍ færslu á Facebook gengst varaformaðurinn Gylfi við því að vissulega hafi stjórn OR tekið ný lán. Það sé hins vegar gert á hverju ári og sé „eðlilegur liður í fjárstýringu.“ Í færslu sinni rekur hann fjárhagsstöðu OR og bendir á að hagnaður Orkuveitunnar árið 2016, þegar fyrrnefnt lán var tekið, hafi verið 13,4 milljarðar og að eigið fé hafi aukist um 6,7 milljarða þetta ár. „Síðan var greiddur út arður vegna ársins upp á 750 milljónir. Það er ansi lágt endurgjald fyrir að nýta 121,5 milljarð af eigin fé – 0,6%! Arðurinn var einungis 5,6% af hagnaði ársins. Allt liggur þetta fyrir opinberlega og hefur gert í meira en ár. Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings,“ skrifar Gylfi í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.Sjá einnig: Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnuÍ tilkynningu til fjölmiðla í morgun segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, að eigendastefna fyrirtækisins hafi verið samþykkt einróma af öllum sveitarstjórnunum þremur sem eiga OR. Stefnan kveði á um að fyrirtækið eigi að skila hagnaði og hafi átt mikinn þátt í því að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. „Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur í tilkynningunni. Borgarstjórn Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. Það sé eðlilegur liður í fjárstýringu að taka lán en OR hafi greitt niður meira en tekið var af lánum. Það væri því nærtækara að hans mati að fagna bættri fjárhagsstöðu OR, fremur en að brigsla stjórnarmönnum um lántökur til að standa undir arðgreiðslum.Hildur sagði í samtali við Fréttablaðið að sér þætti alvarlegt mál að Orkuveita Reykjavíkur slái dýr lán „gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna.“ Var þar vísað til til láns sem Orkuveitan tók upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt.Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðsluÍ færslu á Facebook gengst varaformaðurinn Gylfi við því að vissulega hafi stjórn OR tekið ný lán. Það sé hins vegar gert á hverju ári og sé „eðlilegur liður í fjárstýringu.“ Í færslu sinni rekur hann fjárhagsstöðu OR og bendir á að hagnaður Orkuveitunnar árið 2016, þegar fyrrnefnt lán var tekið, hafi verið 13,4 milljarðar og að eigið fé hafi aukist um 6,7 milljarða þetta ár. „Síðan var greiddur út arður vegna ársins upp á 750 milljónir. Það er ansi lágt endurgjald fyrir að nýta 121,5 milljarð af eigin fé – 0,6%! Arðurinn var einungis 5,6% af hagnaði ársins. Allt liggur þetta fyrir opinberlega og hefur gert í meira en ár. Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings,“ skrifar Gylfi í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.Sjá einnig: Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnuÍ tilkynningu til fjölmiðla í morgun segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, að eigendastefna fyrirtækisins hafi verið samþykkt einróma af öllum sveitarstjórnunum þremur sem eiga OR. Stefnan kveði á um að fyrirtækið eigi að skila hagnaði og hafi átt mikinn þátt í því að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. „Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur í tilkynningunni.
Borgarstjórn Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00
Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24