Smíðaði alíslenskan gítar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2018 07:30 Guðmundur vinnur í álverinu en dreymir um meiri tíma fyrir gítarsmíðina. Mynd/Ýmir Það verða allir að skapa sér sérstöðu ef þeir ætla að komast inn á markaðinn með nýja gítara. Þess vegna fór ég að prófa íslenskan við og komst að því að hægt er að nýta hann,“ segir Norðfirðingurinn Guðmundur Höskuldsson. Hann er starfsmaður álversins á Reyðarfirði en fékk hálfs árs frí fyrir fjórum árum, dreif sig til Bandaríkjanna og lærði þar gítarsmíði. Nú er hann með verkstæði í kjallaranum heima hjá sér og gerir þar ýmsar tilraunir. „Ég byrjaði á að kaupa mér verkfæri þegar ég var aðeins búinn að jafna mig fjárhagslega eftir námið. En hafði líka strax samband við skógræktina á Hallormsstað því mig langaði ekki að gera það sama og allir aðrir, heldur smíða úr íslensku tré. Ég er búinn með einn rafgítar úr birki, ösp og reyni og hann hljómar vel. Enginn íslenskur viður er þó eins harður og sá sem er notaður í fingurborðið í innfluttum gíturum, svo sem íbenholt eða rósaviður. Þess vegna hef ég verið að gera tilraunir með að herða við og sérpantaði tank til þess, enda vil ég ekki að sætta mig við innflutt efni.“ Guðmundur hefur spilað á gítar frá því hann var þrettán ára og breytt eigin gíturum eftir þörfum, eins og fram kemur í nýlegu viðtali í Austurglugganum. „Ég hef verið að kenna syni mínum gítarsmíði og dóttur minni líka, hún skellti sér með sinn til Flateyrar í nýjan lýðháskóla,“ segir Guðmundur og bætir við: „Einnig er ég með skiptinema og smíðaði gítar með honum „Svo á ég eftir að gera það sama með barnabörnunum. Eitt þeirra er gítarleikari.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Það verða allir að skapa sér sérstöðu ef þeir ætla að komast inn á markaðinn með nýja gítara. Þess vegna fór ég að prófa íslenskan við og komst að því að hægt er að nýta hann,“ segir Norðfirðingurinn Guðmundur Höskuldsson. Hann er starfsmaður álversins á Reyðarfirði en fékk hálfs árs frí fyrir fjórum árum, dreif sig til Bandaríkjanna og lærði þar gítarsmíði. Nú er hann með verkstæði í kjallaranum heima hjá sér og gerir þar ýmsar tilraunir. „Ég byrjaði á að kaupa mér verkfæri þegar ég var aðeins búinn að jafna mig fjárhagslega eftir námið. En hafði líka strax samband við skógræktina á Hallormsstað því mig langaði ekki að gera það sama og allir aðrir, heldur smíða úr íslensku tré. Ég er búinn með einn rafgítar úr birki, ösp og reyni og hann hljómar vel. Enginn íslenskur viður er þó eins harður og sá sem er notaður í fingurborðið í innfluttum gíturum, svo sem íbenholt eða rósaviður. Þess vegna hef ég verið að gera tilraunir með að herða við og sérpantaði tank til þess, enda vil ég ekki að sætta mig við innflutt efni.“ Guðmundur hefur spilað á gítar frá því hann var þrettán ára og breytt eigin gíturum eftir þörfum, eins og fram kemur í nýlegu viðtali í Austurglugganum. „Ég hef verið að kenna syni mínum gítarsmíði og dóttur minni líka, hún skellti sér með sinn til Flateyrar í nýjan lýðháskóla,“ segir Guðmundur og bætir við: „Einnig er ég með skiptinema og smíðaði gítar með honum „Svo á ég eftir að gera það sama með barnabörnunum. Eitt þeirra er gítarleikari.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira