Fleiri upplifa áreitni á netinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. október 2018 06:15 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við HÍ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fleiri upplifa sig sem þolendur netbrota nú en fyrir tveimur árum. Sérstaklega mikill munur sést í tölum um þolendur kynferðislegrar áreitni á netinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar afbrotafræðingsins Helga Gunnlaugssonar og Jónasar Orra Jónassonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var á Þjóðarspeglinum á föstudag. Sambærileg rannsókn var fyrst unnin fyrir tveimur árum. Greindu þá um 13 prósent svarenda frá því að þeir hefðu orðið fyrir netbroti á síðustu þremur mánuðum. Stærstur hluti, um þriðjungur, taldi sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum og rúmur fjórðungur upplifað svik í viðskiptum. Tæplega 20 prósent höfðu lent í því að myndum af þeim var dreift án leyfis og 12 prósent brotanna voru kynferðisleg áreitni. Niðurstöður könnunarinnar nú sýna að tæplega einn af hverjum fimm hefur upplifað netbrot undanfarin þrjú ár. Skipting þeirra niður á mismunandi tegundir brota er að stærstum hluta sú sama og fyrir tveimur árum en kynferðisleg áreitni sker sig úr. Einn af hverjum fimm segist nú hafa upplifað slíkt. „Fjölgun netbrota milli ára skýrist fyrst og fremst af þeim fjölda kvenna sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni,“ segir Helgi Gunnlaugsson. „Ég tel að þolendur kynferðislegrar áreitni, sem nær alltaf eru konur, séu næmari á umhverfi sitt og birtingarmyndir þess frekar en að brotum hafi fjölgað sérstaklega. Þær sjá háttsemina miklu frekar sem kynferðislega áreitni heldur en tillitsleysi, ókurteisi eða óþægindi.“ Helgi telur líklegustu skýringuna að baki auknum fjölda vera vitundarvakningu sem megi að stórum hluta rekja til MeToo-hreyfingarinnar. Vakningin hafi leitt til þess að þolendur líti ekki á dónaskapinn sem hvert annað hundsbit heldur sem ólíðandi kynferðislega áreitni. Heimsóknir á klámfengnar síður voru kannaðar. Fjórðungur sagðist hafa gert slíkt síðustu þrjá mánuði. Karlar sem höfðu horft á klám voru tæplega sjöfalt fleiri en konurnar. „Síðast þegar könnunin var gerð var munur milli kynjanna en hann hefur aukist mjög. Það dregur úr notkun kvenna á slíkum miðlum en karlar bæta í,“ segir Helgi. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að niðurhal notenda á höfundaréttarvörðu efni dróst saman milli ára. Það rekur Helgi beint til aukins aðgengis að löglegum efnisveitum á borð við Netflix og Spotify. Könnunin var netkönnun unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í maí 2018. Úrtakið var 1.800 manns, átján ára og eldri. Var svarhlutfall 47 prósent. Svörin voru vigtuð til að endurspegla þýðið. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fleiri upplifa sig sem þolendur netbrota nú en fyrir tveimur árum. Sérstaklega mikill munur sést í tölum um þolendur kynferðislegrar áreitni á netinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar afbrotafræðingsins Helga Gunnlaugssonar og Jónasar Orra Jónassonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var á Þjóðarspeglinum á föstudag. Sambærileg rannsókn var fyrst unnin fyrir tveimur árum. Greindu þá um 13 prósent svarenda frá því að þeir hefðu orðið fyrir netbroti á síðustu þremur mánuðum. Stærstur hluti, um þriðjungur, taldi sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum og rúmur fjórðungur upplifað svik í viðskiptum. Tæplega 20 prósent höfðu lent í því að myndum af þeim var dreift án leyfis og 12 prósent brotanna voru kynferðisleg áreitni. Niðurstöður könnunarinnar nú sýna að tæplega einn af hverjum fimm hefur upplifað netbrot undanfarin þrjú ár. Skipting þeirra niður á mismunandi tegundir brota er að stærstum hluta sú sama og fyrir tveimur árum en kynferðisleg áreitni sker sig úr. Einn af hverjum fimm segist nú hafa upplifað slíkt. „Fjölgun netbrota milli ára skýrist fyrst og fremst af þeim fjölda kvenna sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni,“ segir Helgi Gunnlaugsson. „Ég tel að þolendur kynferðislegrar áreitni, sem nær alltaf eru konur, séu næmari á umhverfi sitt og birtingarmyndir þess frekar en að brotum hafi fjölgað sérstaklega. Þær sjá háttsemina miklu frekar sem kynferðislega áreitni heldur en tillitsleysi, ókurteisi eða óþægindi.“ Helgi telur líklegustu skýringuna að baki auknum fjölda vera vitundarvakningu sem megi að stórum hluta rekja til MeToo-hreyfingarinnar. Vakningin hafi leitt til þess að þolendur líti ekki á dónaskapinn sem hvert annað hundsbit heldur sem ólíðandi kynferðislega áreitni. Heimsóknir á klámfengnar síður voru kannaðar. Fjórðungur sagðist hafa gert slíkt síðustu þrjá mánuði. Karlar sem höfðu horft á klám voru tæplega sjöfalt fleiri en konurnar. „Síðast þegar könnunin var gerð var munur milli kynjanna en hann hefur aukist mjög. Það dregur úr notkun kvenna á slíkum miðlum en karlar bæta í,“ segir Helgi. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að niðurhal notenda á höfundaréttarvörðu efni dróst saman milli ára. Það rekur Helgi beint til aukins aðgengis að löglegum efnisveitum á borð við Netflix og Spotify. Könnunin var netkönnun unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í maí 2018. Úrtakið var 1.800 manns, átján ára og eldri. Var svarhlutfall 47 prósent. Svörin voru vigtuð til að endurspegla þýðið.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira