Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2018 10:00 Óljóst er hvort að Knut Arild Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn. EPA/Lisa Aserud Allt stefnir nú í að Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn skipti um lið og hefji samstarf við rauðu flokkana sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ákveði flokkurinn að slíta sig frá bláu flokkunum, mun ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falla þar sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli.Búa sig undir landsfund Kristilegi þjóðarflokkurinn býr sig nú undir aukalandsfund sem haldinn verður í byrjun nóvember. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og þá hvort viðkomandi vilji vera hluti rauðu eða bláu blokkarinnar.NRK segir frá því að í gærkvöldi hafi 95 fulltrúar, sem flokka megi sem bláliða, verið valdir til að taka sæti á þinginu, en 96 þarf til að ná meirihluta. 87 rauðliðar hafa verið valdir og á enn eftir að velja nokkra til viðbótar. Alls taka 190 fulltrúar sæti á þinginu en þó kann svo að vera að 95 dugi þar sem einhverjir hafa sagst ætla að sitja hjá þegar fulltrúar munu kjósa hvaða leið skuli farin.Óánægja með FramfaraflokkinnFormaðurinn Hareide telur að bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.Getty/Carlos TischlerMikill klofningur er innan Kristilega þjóðarflokksins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Óljóst er hvort að Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn.Þurfa þá að treysta á stuðning SV Solberg hefur sagt að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi frammi fyrir tveimur valkostum. „Annað hvort taka þátt í meirihlutasamstarfi með hægriflokkunum, eða þá mynda minnihlutastjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. „Þeir verða þá að treysta á stuðning Sósíalíska vinstriflokknum,“ segir Solberg sem bendir einnig á að Kristilegi þjóðarflokkurinn hafi á síðustu árum náð ýmsum stefnumálum sínum í gegn. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu. Norðurlönd Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Allt stefnir nú í að Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn skipti um lið og hefji samstarf við rauðu flokkana sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ákveði flokkurinn að slíta sig frá bláu flokkunum, mun ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falla þar sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli.Búa sig undir landsfund Kristilegi þjóðarflokkurinn býr sig nú undir aukalandsfund sem haldinn verður í byrjun nóvember. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og þá hvort viðkomandi vilji vera hluti rauðu eða bláu blokkarinnar.NRK segir frá því að í gærkvöldi hafi 95 fulltrúar, sem flokka megi sem bláliða, verið valdir til að taka sæti á þinginu, en 96 þarf til að ná meirihluta. 87 rauðliðar hafa verið valdir og á enn eftir að velja nokkra til viðbótar. Alls taka 190 fulltrúar sæti á þinginu en þó kann svo að vera að 95 dugi þar sem einhverjir hafa sagst ætla að sitja hjá þegar fulltrúar munu kjósa hvaða leið skuli farin.Óánægja með FramfaraflokkinnFormaðurinn Hareide telur að bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.Getty/Carlos TischlerMikill klofningur er innan Kristilega þjóðarflokksins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Óljóst er hvort að Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn.Þurfa þá að treysta á stuðning SV Solberg hefur sagt að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi frammi fyrir tveimur valkostum. „Annað hvort taka þátt í meirihlutasamstarfi með hægriflokkunum, eða þá mynda minnihlutastjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. „Þeir verða þá að treysta á stuðning Sósíalíska vinstriflokknum,“ segir Solberg sem bendir einnig á að Kristilegi þjóðarflokkurinn hafi á síðustu árum náð ýmsum stefnumálum sínum í gegn. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu.
Norðurlönd Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent