Félag Sigurðar Atla Jónssonar og Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur hefur eignast ríflega 1,5 prósenta eignarhlut í Íslenskum verðbréfum (ÍV), samkvæmt nýjum hluthafalista verðbréfafyrirtækisins.
Sigurður Atli, sem stýrði Kviku og MP banka 2011 til 2017, var sem kunnugt er kjörinn stjórnarformaður ÍV á aðalfundi félagsins í apríl síðastliðnum. Hjónin eiga hlutinn í gegnum félagið Ilta Nord ehf.
Samkvæmt nýja hluthafalistanum hefur Kjálkanes, sem er meðal annars í eigu systkinanna Önnu og Inga Jóhanns Guðmundsbarna, bætt við sig eins prósents hlut en félagið fer nú með tæplega tíu prósenta hlut. Kjálkanes keypti nýverið fjögurra prósenta hlut í ÍV en fyrir átti félagið fimm prósenta hlut.
Auk Kjálkaness fara Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA og Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar, með 9,99 prósenta hlut.
Sigurður Atli í hluthafahóp ÍV
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum
Viðskipti innlent

Verð enn lægst í Prís
Neytendur

„Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið
Viðskipti erlent

Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus
Viðskipti innlent

Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“
Viðskipti erlent

„Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“
Atvinnulíf

Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum
Viðskipti erlent

Northvolt í þrot
Viðskipti erlent

Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi
Viðskipti innlent

Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn
Viðskipti innlent