Hætt í starfshópi um hvítbók um fjármálakerfið Hörður Ægisson skrifar 31. október 2018 07:30 Sylvía Kristín Ólafsdóttir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, sem hefur átt sæti í starfshópi sem vinnur að hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir íslenska fjármálakerfið, hefur hætt öllum störfum fyrir hópinn. Sylvía vildi ekkert tjá sig um ákvörðunina en samkvæmt upplýsingum Markaðarins dró hún sig formlega út úr hópnum í síðasta mánuði. Sylvía tók við starfi nýrrar stuðningsdeildar flugreksturs Icelandair í júlí síðastliðnum en auk þess situr hún stjórn Ölgerðarinnar og Símans. Áður var hún deildarstjóri jarðvarmadeildar Landsvirkjunar á orkusviði. Áætlað er að starfshópurinn muni skila niðurstöðum sínum með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra í lok nóvembermánaðar. Vinna við gerð hvítbókarinnar hefur tafist nokkuð en þegar starfshópurinn var skipaður í byrjun febrúar á þessu ári var gert ráð fyrir að hann myndi ljúka vinnu sinni fyrir miðjan maímánuð. Kveðið var á um stofnun hópsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sagði að hvítbókin yrði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir yrðu teknar um fjármálakerfið. Á hvítbókin að hafa að leiðarljósi aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði, aukið gagnsæi og fjármálastöðugleika. Eftir brotthvarf Sylvíu er starfshópurinn skipaður þeim Lárusi Blöndal, hæstaréttarlögmanni og jafnframt formanni hópsins, Guðrúnu Ögmundsdóttur, forstöðumanni lausafjáráhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabankanum, Guðjóni Rúnarssyni lögmanni og Kristrúnu Tinnu Gunnarsdóttur, hagfræðingi hjá Oliver Wyman í Svíþjóð. Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Sylvía Kristín Ólafsdóttir, sem hefur átt sæti í starfshópi sem vinnur að hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir íslenska fjármálakerfið, hefur hætt öllum störfum fyrir hópinn. Sylvía vildi ekkert tjá sig um ákvörðunina en samkvæmt upplýsingum Markaðarins dró hún sig formlega út úr hópnum í síðasta mánuði. Sylvía tók við starfi nýrrar stuðningsdeildar flugreksturs Icelandair í júlí síðastliðnum en auk þess situr hún stjórn Ölgerðarinnar og Símans. Áður var hún deildarstjóri jarðvarmadeildar Landsvirkjunar á orkusviði. Áætlað er að starfshópurinn muni skila niðurstöðum sínum með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra í lok nóvembermánaðar. Vinna við gerð hvítbókarinnar hefur tafist nokkuð en þegar starfshópurinn var skipaður í byrjun febrúar á þessu ári var gert ráð fyrir að hann myndi ljúka vinnu sinni fyrir miðjan maímánuð. Kveðið var á um stofnun hópsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sagði að hvítbókin yrði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir yrðu teknar um fjármálakerfið. Á hvítbókin að hafa að leiðarljósi aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði, aukið gagnsæi og fjármálastöðugleika. Eftir brotthvarf Sylvíu er starfshópurinn skipaður þeim Lárusi Blöndal, hæstaréttarlögmanni og jafnframt formanni hópsins, Guðrúnu Ögmundsdóttur, forstöðumanni lausafjáráhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabankanum, Guðjóni Rúnarssyni lögmanni og Kristrúnu Tinnu Gunnarsdóttur, hagfræðingi hjá Oliver Wyman í Svíþjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira