Stúlkan tekur afsökunarbeiðni Björns Braga góða og gilda Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 20:19 Björn Bragi hefur beðið stúlkuna og foreldra hennar afsökunar á framferði sínu. Sautján ára gömul stúlka sem Björn Bragi Arnarson, grínisti, viðurkennir að hafa káfað á segir að snerting hans hafi valdið henni óþægindum. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum hafnar hún því hins vegar að atvikið teljist alvarleg kynferðisleg áreitni og segist taka afsökunarbeiðni hans góða og gilda. Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu í morgun eftir að myndskeið sem sýndi hann káfa á sautján ára gamalli stúlku fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hann hætti í kjölfarið sem þáttastjórnandi Gettu betur á Ríkisútvarpinu. Í yfirlýsingu sem foreldrar stúlkunnar sendi fjölmiðlum í kvöld segir stúlkan að sér hafi verið brugðið þegar Björn Bragi snerti hana á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Það hafi valdið henni óþægindum. Hún nefnir Björn Braga þó ekki á nafn í yfirlýsingunni. Hún segist hafa sent myndskeið af atvikinu til nokkurra vina í hugsunarleysi. Í framhaldi myndskeiðið farið víða og hún hafi fljótlega fengið viðbrögð frá fólki með sterkar skoðanir um kynferðislegt athæfi og áreitni. „Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Óskar stúlkan þess að umfjölluninni linni og vill leiðrétta fullyrðingar um að atvikið hafi verið alvarleg kynferðisleg áreitni. „Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk,“ segir í yfirlýsingunni en stúlkan vill ekki að nafn sitt komi fram. Þá segir hún að Björn Bragi hafi nokkrum sinnum haft samband við sig og foreldra hennar og beðist afsökunar eftir að myndirnar fóru í dreifingu. „Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna. Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni,“ segir í yfirlýsingunni.Yfirlýsingin í heildÉg sendi þessa yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna frétta af atviki á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sl., sunnudags, þar sem landsþekktur skemmtikraftur og fjölmiðlamaður er sakaður um háttsemi sem sé kynferðisleg áreitni við stúlku.Ég er sú stúlka sem um ræðir.Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.Ég vil taka fram að mjög fljótlega í því ferli sem fór af stað eftir að myndirnar fóru út, hefur þessi einstaklingur sem í hlut átti, nokkrum sinnum haft samband við mig og foreldra mína og beðist fyrirgefningar á framkomu sinni.Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna.Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni. Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08 Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Sautján ára gömul stúlka sem Björn Bragi Arnarson, grínisti, viðurkennir að hafa káfað á segir að snerting hans hafi valdið henni óþægindum. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum hafnar hún því hins vegar að atvikið teljist alvarleg kynferðisleg áreitni og segist taka afsökunarbeiðni hans góða og gilda. Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu í morgun eftir að myndskeið sem sýndi hann káfa á sautján ára gamalli stúlku fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hann hætti í kjölfarið sem þáttastjórnandi Gettu betur á Ríkisútvarpinu. Í yfirlýsingu sem foreldrar stúlkunnar sendi fjölmiðlum í kvöld segir stúlkan að sér hafi verið brugðið þegar Björn Bragi snerti hana á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Það hafi valdið henni óþægindum. Hún nefnir Björn Braga þó ekki á nafn í yfirlýsingunni. Hún segist hafa sent myndskeið af atvikinu til nokkurra vina í hugsunarleysi. Í framhaldi myndskeiðið farið víða og hún hafi fljótlega fengið viðbrögð frá fólki með sterkar skoðanir um kynferðislegt athæfi og áreitni. „Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Óskar stúlkan þess að umfjölluninni linni og vill leiðrétta fullyrðingar um að atvikið hafi verið alvarleg kynferðisleg áreitni. „Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk,“ segir í yfirlýsingunni en stúlkan vill ekki að nafn sitt komi fram. Þá segir hún að Björn Bragi hafi nokkrum sinnum haft samband við sig og foreldra hennar og beðist afsökunar eftir að myndirnar fóru í dreifingu. „Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna. Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni,“ segir í yfirlýsingunni.Yfirlýsingin í heildÉg sendi þessa yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna frétta af atviki á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sl., sunnudags, þar sem landsþekktur skemmtikraftur og fjölmiðlamaður er sakaður um háttsemi sem sé kynferðisleg áreitni við stúlku.Ég er sú stúlka sem um ræðir.Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.Ég vil taka fram að mjög fljótlega í því ferli sem fór af stað eftir að myndirnar fóru út, hefur þessi einstaklingur sem í hlut átti, nokkrum sinnum haft samband við mig og foreldra mína og beðist fyrirgefningar á framkomu sinni.Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna.Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni.
Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08 Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15
Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08
Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48
Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35