Vísuðu frá kæru vegna hávaða frá sláttuvélum á golfvellinum í Grafarholti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. október 2018 07:00 Golfvellir þurfa daglegan slátt yfir sumartímann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vísaði á dögunum frá kæru íbúa í Ólafsgeisla í Grafarholti sem kvartað hafði yfir hávaða frá sláttuvélum á Grafarholtsvelli. Í júlí 2017 kvartaði maðurinn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna hávaða frá grasslætti á vellinum en hann hæfist klukkan hálf sjö að morgni á flötum fyrir neðan hús hans. Heilbrigðiseftirlitið sendi honum svarbréf sex vikum síðar þar sem mælingar á hljóðstigi hafi ekki sýnt fram á að hávaði færi yfir viðmiðunarmörk eftir klukkan sjö á morgnana. Því yrði ekki frekar aðhafst í málinu. Húseigandinn kærði þessa niðurstöðu en hann hefði um árabil kvartað yfir hávaða frá vellinum. Benti hann á að ómögulegt væri að ná sambandi við eftirlitið símleiðis þegar sláttur væri í gangi og að hann skildi illa hvernig væri hægt að sinna kvörtunum og kanna réttmæti þeirra þegar atburðurinn hafi átt sér stað. Í niðurstöðu ÚUA segir að önnur hljóðmæling hafi verið gerð í júlí 2018. Sú hafi leitt í ljós að hljóðstig hafi mælst yfir næturmörkum. Af þeim sökum beindi heilbrigðiseftirlitið þeim tilmælum til Golfklúbbs Reykjavíkur að sláttur á brautum fjögur til níu hæfist ekki fyrir sjö á virkum dögum og tíu um helgar. Þá stendur til að kanna þann möguleika að nota rafmagnssláttuvélar sem minna heyrist í. ÚUA taldi að kvörtun eigandans sneri að því að ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Þar sem heilbrigðiseftirlitið greip til aðgerða í millitíðinni var það réttarástand úr sögunni og málinu vísað frá. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vísaði á dögunum frá kæru íbúa í Ólafsgeisla í Grafarholti sem kvartað hafði yfir hávaða frá sláttuvélum á Grafarholtsvelli. Í júlí 2017 kvartaði maðurinn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna hávaða frá grasslætti á vellinum en hann hæfist klukkan hálf sjö að morgni á flötum fyrir neðan hús hans. Heilbrigðiseftirlitið sendi honum svarbréf sex vikum síðar þar sem mælingar á hljóðstigi hafi ekki sýnt fram á að hávaði færi yfir viðmiðunarmörk eftir klukkan sjö á morgnana. Því yrði ekki frekar aðhafst í málinu. Húseigandinn kærði þessa niðurstöðu en hann hefði um árabil kvartað yfir hávaða frá vellinum. Benti hann á að ómögulegt væri að ná sambandi við eftirlitið símleiðis þegar sláttur væri í gangi og að hann skildi illa hvernig væri hægt að sinna kvörtunum og kanna réttmæti þeirra þegar atburðurinn hafi átt sér stað. Í niðurstöðu ÚUA segir að önnur hljóðmæling hafi verið gerð í júlí 2018. Sú hafi leitt í ljós að hljóðstig hafi mælst yfir næturmörkum. Af þeim sökum beindi heilbrigðiseftirlitið þeim tilmælum til Golfklúbbs Reykjavíkur að sláttur á brautum fjögur til níu hæfist ekki fyrir sjö á virkum dögum og tíu um helgar. Þá stendur til að kanna þann möguleika að nota rafmagnssláttuvélar sem minna heyrist í. ÚUA taldi að kvörtun eigandans sneri að því að ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Þar sem heilbrigðiseftirlitið greip til aðgerða í millitíðinni var það réttarástand úr sögunni og málinu vísað frá.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira