Braut á stjúpdóttur sinni eftir að hafa leitað ítrekað að stjúpfeðginaklámi Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2018 14:00 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/gva Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúpdóttur sinni. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa gægst á stúlkuna í gegnum skráargat á baðherbergishurð á heimili þeirra í desember árið 2016. Þá hafði maðurinn ítrekað leitað að klámefni sem tengdist kynlífi milli stjúpföður og stjúpdóttur, samkvæmt gögnum sem lögregla fann í tölvu mannsins. Í dómi kemur einnig fram að móðir stúlkunnar hafi varað hana við manninum.Stakk grillpinna í gegnum skráargatið Tildrög málsins eru þau að móðir stúlkunnar og fyrrverandi eiginkona mannsins tilkynnti um framferði mannsins í garð stúlkunnar í desember 2016. Mæðgurnar sögðu manninn hafa í tvígang kíkt á stúlkuna á meðan hún var í sturtu, í desember árið 2015 og desember árið 2016, og var hann handtekinn í kjölfarið. Við skýrslutöku lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa stungið grillpinna í gegnum skráargat á baðherbergishurð á heimili fjölskyldunnar í þeim tilgangi að sjá inn í herbergið þar sem brotaþoli var inni. Um ástæðu þeirrar háttsemi sinnar gat maðurinn ekki borið. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa gert nokkuð af þessum toga áður. Þá rannsakaði lögregla síma ákærða og síðu hans á samskiptamiðlinum Facebook. Þar mátti finna ítrekaðar afsökunarbeiðnir ákærða til brotaþola og móður hennar án þess að fram kæmi á hverju hann væri að biðjast afsökunar. Í tölvum ákærða fann lögregla enn fremur nokkurt magn leitarstrengja þar sem leitað hafði verið eftir klámefni sem tengdist kynlífi á milli stjúpföður og stjúpdóttur. Kvaðst hafa séð dóttur sína fullklædda Fyrir dómi sagði maðurinn það rangt að hann hefði getað kíkt í gegnum skráargatið á baðherbergishurðinni í fyrra skiptið og var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt þeim ákærulið. Maðurinn viðurkenndi hins vegar að hafa reynt að kíkja í gegnum skráargatið í seinna skiptið og var sakfelldur í þeim lið. Fyrir dómi gekkst maðurinn aftur við því að hafa stungið grillpinnanum í gegnum skráargatið til þess að ýta fatnaði til hliðar, og kvaðst hann hafa séð til brotaþola sem staðið hefði fyrir framan spegilinn á baðinu og verið að bursta í sér tennurnar. Stúlkan hefði þá verið klædd. Hann sagði að með háttsemi sinni hefði hann gert mistök sem hann sæi mjög eftir. Kom fram hjá ákærða að brotaþoli hefði haft það fyrir venju að hengja fatnað á húninn á baðherbergishurðunum á heimilinu og skilja hann þar eftir. Stúlkan sagði fyrir dómi að þennan morgun hafi hún verið að fara í sturtu. Um það hefði ákærða verið fullkunnugt. Áður en brotaþoli fór í sturtuna hefði hún burstað tennurnar. Hún hefði staðið klædd við vaskinn, mögulega í náttfötum, og verið að tannbursta sig þegar hún hefði séð gallbuxurnar hreyfast. Buxurnar hefðu verið við það að falla í gólfið og hefði hún því gripið í þær. Brotaþoli hefði þá veitt því athygli að búið var að stinga pinna í gegnum skráargatið til að hreyfa við buxunum. Þegar brotaþoli áttaði sig á þessu hefði hún orðið hrædd og ekki vitað hvernig hún ætti að bregðast við. Varaði dóttur sína við manninum vegna samskipta hans við barnapíur Um samband sitt við ákærða bar brotaþoli að hún hefði litið á hann sem föður sinn, en blóðfaðir hennar væri ekki búsettur hér á landi. Það væri ástæða þess að brotaþoli hefði ákveðið að fyrirgefa ákærða eftir að fyrra tilvikið átti sér stað, þrátt fyrir að hann hefði aldrei beðist afsökunar á því. Þá sagði móðir stúlkunnar fyrir dómi að vegna tvíræðra skilaboða, sem hún hefði frétt að maðurinn hefði sent stúlkum er passað hefðu fyrir þau, hefði hún rætt við dóttur sína og sagt henni að gjalda varhug við skilaboðum af þeim toga frá manninum. Hún kvaðst jafnframt hafa brýnt fyrir dóttur sinni að láta sig vita ef slík skilaboð bærust. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en refsingin mun falla niður eftir tvö ár, haldi ákærði skilorð. Þá var manninum gert að greiða 727.720 krónur í sakarkostnað. Að endingu var honum gert að greiða brotaþola 250 þúsund krónur í miskabætur. Hún hafði krafist 700 þúsund króna í bætur frá ákærða. Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúpdóttur sinni. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa gægst á stúlkuna í gegnum skráargat á baðherbergishurð á heimili þeirra í desember árið 2016. Þá hafði maðurinn ítrekað leitað að klámefni sem tengdist kynlífi milli stjúpföður og stjúpdóttur, samkvæmt gögnum sem lögregla fann í tölvu mannsins. Í dómi kemur einnig fram að móðir stúlkunnar hafi varað hana við manninum.Stakk grillpinna í gegnum skráargatið Tildrög málsins eru þau að móðir stúlkunnar og fyrrverandi eiginkona mannsins tilkynnti um framferði mannsins í garð stúlkunnar í desember 2016. Mæðgurnar sögðu manninn hafa í tvígang kíkt á stúlkuna á meðan hún var í sturtu, í desember árið 2015 og desember árið 2016, og var hann handtekinn í kjölfarið. Við skýrslutöku lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa stungið grillpinna í gegnum skráargat á baðherbergishurð á heimili fjölskyldunnar í þeim tilgangi að sjá inn í herbergið þar sem brotaþoli var inni. Um ástæðu þeirrar háttsemi sinnar gat maðurinn ekki borið. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa gert nokkuð af þessum toga áður. Þá rannsakaði lögregla síma ákærða og síðu hans á samskiptamiðlinum Facebook. Þar mátti finna ítrekaðar afsökunarbeiðnir ákærða til brotaþola og móður hennar án þess að fram kæmi á hverju hann væri að biðjast afsökunar. Í tölvum ákærða fann lögregla enn fremur nokkurt magn leitarstrengja þar sem leitað hafði verið eftir klámefni sem tengdist kynlífi á milli stjúpföður og stjúpdóttur. Kvaðst hafa séð dóttur sína fullklædda Fyrir dómi sagði maðurinn það rangt að hann hefði getað kíkt í gegnum skráargatið á baðherbergishurðinni í fyrra skiptið og var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt þeim ákærulið. Maðurinn viðurkenndi hins vegar að hafa reynt að kíkja í gegnum skráargatið í seinna skiptið og var sakfelldur í þeim lið. Fyrir dómi gekkst maðurinn aftur við því að hafa stungið grillpinnanum í gegnum skráargatið til þess að ýta fatnaði til hliðar, og kvaðst hann hafa séð til brotaþola sem staðið hefði fyrir framan spegilinn á baðinu og verið að bursta í sér tennurnar. Stúlkan hefði þá verið klædd. Hann sagði að með háttsemi sinni hefði hann gert mistök sem hann sæi mjög eftir. Kom fram hjá ákærða að brotaþoli hefði haft það fyrir venju að hengja fatnað á húninn á baðherbergishurðunum á heimilinu og skilja hann þar eftir. Stúlkan sagði fyrir dómi að þennan morgun hafi hún verið að fara í sturtu. Um það hefði ákærða verið fullkunnugt. Áður en brotaþoli fór í sturtuna hefði hún burstað tennurnar. Hún hefði staðið klædd við vaskinn, mögulega í náttfötum, og verið að tannbursta sig þegar hún hefði séð gallbuxurnar hreyfast. Buxurnar hefðu verið við það að falla í gólfið og hefði hún því gripið í þær. Brotaþoli hefði þá veitt því athygli að búið var að stinga pinna í gegnum skráargatið til að hreyfa við buxunum. Þegar brotaþoli áttaði sig á þessu hefði hún orðið hrædd og ekki vitað hvernig hún ætti að bregðast við. Varaði dóttur sína við manninum vegna samskipta hans við barnapíur Um samband sitt við ákærða bar brotaþoli að hún hefði litið á hann sem föður sinn, en blóðfaðir hennar væri ekki búsettur hér á landi. Það væri ástæða þess að brotaþoli hefði ákveðið að fyrirgefa ákærða eftir að fyrra tilvikið átti sér stað, þrátt fyrir að hann hefði aldrei beðist afsökunar á því. Þá sagði móðir stúlkunnar fyrir dómi að vegna tvíræðra skilaboða, sem hún hefði frétt að maðurinn hefði sent stúlkum er passað hefðu fyrir þau, hefði hún rætt við dóttur sína og sagt henni að gjalda varhug við skilaboðum af þeim toga frá manninum. Hún kvaðst jafnframt hafa brýnt fyrir dóttur sinni að láta sig vita ef slík skilaboð bærust. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en refsingin mun falla niður eftir tvö ár, haldi ákærði skilorð. Þá var manninum gert að greiða 727.720 krónur í sakarkostnað. Að endingu var honum gert að greiða brotaþola 250 þúsund krónur í miskabætur. Hún hafði krafist 700 þúsund króna í bætur frá ákærða.
Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira