Bandarískar „aðkomuhátíðir“ komnar til að vera í íslenskum verslunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2018 16:01 Aukning hefur orðið í sölu á vörum tengdum Valentínusardeginum og hrekkjavökunni, að sögn framkvæmdastjóra Bónuss. Mynd/Samsett Sala á vörum tengdum hrekkjavökunni, og öðrum „aðkomuhátíðum“ á Íslandi, hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Aðrar íslenskar verslanir virðast hafa sömu sögu að segja ef marka má birgðastöðu verslana á graskerjum í aðdraganda hrekkjavökunnar. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í vikunni að grasker væru víða uppseld á landinu en Íslendingar virðast nú skera þau út að bandarískum sið í auknum mæli. Á mánudag voru grasker til að mynda uppseld í verslunum Krónunnar, Hagkaups og Fjarðarkaupa, og nær alveg ófáanleg í verslunum Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefánGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í samtali við Vísi að graskerssala hafi aukist með hverju árinu. Þá hafi einnig orðið sprenging í sölu á öðrum varningi tengdum hrekkjavökunni. „Við höfum verið að flytja inn hrekkjavökudót, skreytingar, búninga og grímur. Það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla.“ Þá eykst sælgætissala einnig í tengslum við „grikk eða gott“, bandarískan sið sem íslensk börn hafa tileinkað sér víða á landinu. Guðmundur hefur þó ekki nákvæmar sölutölur á reiðum höndum en segir að þrátt fyrir aukninguna sé enn ekki um gríðarlegar fjárhæðir að ræða.En þetta er komið til að vera?„Klárlega. Og greinilega vaxandi, fólk leggur meira upp úr búningum og skreytingum heldur en áður fyrr, það er alveg klárt.“ Guðmundur segir jafnframt aukning í sölu á vörum í tengslum við aðrar „tökuhátíðir“ frá Bandaríkjunum á borð við Valentínusardaginn. „Það er minni aukning þar, allavega hjá okkur. Það er keypt inn fyrir þennan dag, einhver hjörtu og slíkt, en það er ekkert í líkingu við hrekkjavökuna.“ Neytendur Tengdar fréttir Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30 Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00 Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Sala á vörum tengdum hrekkjavökunni, og öðrum „aðkomuhátíðum“ á Íslandi, hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Aðrar íslenskar verslanir virðast hafa sömu sögu að segja ef marka má birgðastöðu verslana á graskerjum í aðdraganda hrekkjavökunnar. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í vikunni að grasker væru víða uppseld á landinu en Íslendingar virðast nú skera þau út að bandarískum sið í auknum mæli. Á mánudag voru grasker til að mynda uppseld í verslunum Krónunnar, Hagkaups og Fjarðarkaupa, og nær alveg ófáanleg í verslunum Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefánGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í samtali við Vísi að graskerssala hafi aukist með hverju árinu. Þá hafi einnig orðið sprenging í sölu á öðrum varningi tengdum hrekkjavökunni. „Við höfum verið að flytja inn hrekkjavökudót, skreytingar, búninga og grímur. Það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla.“ Þá eykst sælgætissala einnig í tengslum við „grikk eða gott“, bandarískan sið sem íslensk börn hafa tileinkað sér víða á landinu. Guðmundur hefur þó ekki nákvæmar sölutölur á reiðum höndum en segir að þrátt fyrir aukninguna sé enn ekki um gríðarlegar fjárhæðir að ræða.En þetta er komið til að vera?„Klárlega. Og greinilega vaxandi, fólk leggur meira upp úr búningum og skreytingum heldur en áður fyrr, það er alveg klárt.“ Guðmundur segir jafnframt aukning í sölu á vörum í tengslum við aðrar „tökuhátíðir“ frá Bandaríkjunum á borð við Valentínusardaginn. „Það er minni aukning þar, allavega hjá okkur. Það er keypt inn fyrir þennan dag, einhver hjörtu og slíkt, en það er ekkert í líkingu við hrekkjavökuna.“
Neytendur Tengdar fréttir Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30 Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00 Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30
Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00
Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00