Handbolti

Óvænt tap Skjern á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin Páll stóð í marki Skjern í kvöld.
Björgvin Páll stóð í marki Skjern í kvöld. mynd/skjern
Íslendingaliðið Skjern tapaði óvænt fyrir Skanderborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en lokatölur urðu tveggja marka sigur Skanderborg, 27-25.

Skjern var skugginn af sjálfum sér í fyrri hálfleik og liðið sem hefur verið að gera gott mót í Evrópukeppninni í vetur var fimm mörkum undir í hálfleik.

Þeir náðu hægt og bítandi að vinna niður forskot gestanna frá Skanderborg en ekki náðu þeir að jafna metin í síðari hálfleik. Öflugur sigur Skanderborg, 27-25.

Björgvin Páll Gústavsson varði fimm skot af þeim sautján sem hann fékk á sig og Tandri Már Konráðsson náði ekki að skora úr eina skoti sínu.

Skjern er í áttunda sæti deildarinarn en Skanderborg er komið upp í fjórða sætið. Vandræði á Skern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×