"Ég hef aldrei verið tilbúnari en núna“ 20. október 2018 15:30 Mynd/Snorri Björns Í kvöld berst Valgerður Guðsteinsdóttirgegn hinni norsku Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn (Baltic Boxing Union title). Bardagi þeirra er á stóru hnefaleikakvöldi sem ber heitið “This Is My House 2” og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Gert er ráð fyrir rúmlega 3000 áhorfendum og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum). Valgerður hefur æft vel fyrir bardagan og er ánægð með undirbúninginn: “Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annarsvegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna.”, segir hún. Vigtun og “face off” fóru fram fyrr í dag þannig að Valgerður var að hitta andstæðing sinn í fyrsta sinn áðan. “Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur.”, segir Valgerður og hlær. Hvað bardagann í kvöld varðar er hún full tilhlökkunar og segir að lokum. “Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.” Box Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Í kvöld berst Valgerður Guðsteinsdóttirgegn hinni norsku Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn (Baltic Boxing Union title). Bardagi þeirra er á stóru hnefaleikakvöldi sem ber heitið “This Is My House 2” og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Gert er ráð fyrir rúmlega 3000 áhorfendum og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum). Valgerður hefur æft vel fyrir bardagan og er ánægð með undirbúninginn: “Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annarsvegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna.”, segir hún. Vigtun og “face off” fóru fram fyrr í dag þannig að Valgerður var að hitta andstæðing sinn í fyrsta sinn áðan. “Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur.”, segir Valgerður og hlær. Hvað bardagann í kvöld varðar er hún full tilhlökkunar og segir að lokum. “Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.”
Box Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira