Blákolóttur lambhrútur vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2018 20:00 Nýlega var haldin fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra þar sem sauðfjárbændum komu með fallegasta féð sitt hvað varðar liti og létu dæma það. Litir í íslenska sauðfjárstofninum eru mjög fjölbreyttir og margir þeirra fallegir. Sauðfjárbændur klóra sér í höfðinu yfir blákolóttum hrúti sem kom fram á fjárlitasýningunni því liturinn þykir einstakur. Þá vakti hrúturinn Skrúður líka mikla athygli á en hann hefur tekið upp á því að setjast á rassinn í tíma og ótíma, sem sauðfé gerir yfirleitt ekki.Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár með Kol á fjárlitasýningunni á dögunum í Árbæjarhjáleigu.Vísir/Magnús Hlynur„Þetta er náttúrulega gullfallegt fé enda er þetta það úrval sem þeir koma með hingað. Þeir eru ágætir í þessum litum, ég hef voðalega gaman af litum. Það er nauðsynlegt að viðhalda litunum, það liggur í augum uppi, alveg eins og forystufénu, við megum ekki tapa úr þessu“, segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fjárbóndi í Fljótshlíð. Arnhöfðótt fé eru í mestu uppáhaldi hjá honum, sérstaklega mórautt. Bjarni Eiríkur fékk hundrað og tuttugu lömb í vor, þar af fjögur hvít. Lambhrúturinn Skrúður frá bænum Búð í Þykkvabæ vakti athygli í Árbæjarhjáleigu því hann sat á rassinum á meðan hann beið eftir því að vera kallaður fram á fjárlitasýninguna. Það var þó eitt lamb sem stal senunni á sýningunni. „Þetta er blákolóttur hrútur frá Skarði í Landsveit. Þetta hét blákolótt í gamla daga, við sjáum nú ekki mikið af þessu og mjög sjaldan að við sjáum þetta svona röndótt eins og í þessum hrúti, ákaflega fallegt mynstur“, segir Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár. Hrúturinn er kallaður Kolur þó honum hafi ekki verið gefið formlega nafn enn þá. Kolur verður settur á en Páll segist ekki vita hvort hann verði notaður eða ekki, það fari eftir því hvernig hann þuklast. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Nýlega var haldin fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra þar sem sauðfjárbændum komu með fallegasta féð sitt hvað varðar liti og létu dæma það. Litir í íslenska sauðfjárstofninum eru mjög fjölbreyttir og margir þeirra fallegir. Sauðfjárbændur klóra sér í höfðinu yfir blákolóttum hrúti sem kom fram á fjárlitasýningunni því liturinn þykir einstakur. Þá vakti hrúturinn Skrúður líka mikla athygli á en hann hefur tekið upp á því að setjast á rassinn í tíma og ótíma, sem sauðfé gerir yfirleitt ekki.Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár með Kol á fjárlitasýningunni á dögunum í Árbæjarhjáleigu.Vísir/Magnús Hlynur„Þetta er náttúrulega gullfallegt fé enda er þetta það úrval sem þeir koma með hingað. Þeir eru ágætir í þessum litum, ég hef voðalega gaman af litum. Það er nauðsynlegt að viðhalda litunum, það liggur í augum uppi, alveg eins og forystufénu, við megum ekki tapa úr þessu“, segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fjárbóndi í Fljótshlíð. Arnhöfðótt fé eru í mestu uppáhaldi hjá honum, sérstaklega mórautt. Bjarni Eiríkur fékk hundrað og tuttugu lömb í vor, þar af fjögur hvít. Lambhrúturinn Skrúður frá bænum Búð í Þykkvabæ vakti athygli í Árbæjarhjáleigu því hann sat á rassinum á meðan hann beið eftir því að vera kallaður fram á fjárlitasýninguna. Það var þó eitt lamb sem stal senunni á sýningunni. „Þetta er blákolóttur hrútur frá Skarði í Landsveit. Þetta hét blákolótt í gamla daga, við sjáum nú ekki mikið af þessu og mjög sjaldan að við sjáum þetta svona röndótt eins og í þessum hrúti, ákaflega fallegt mynstur“, segir Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár. Hrúturinn er kallaður Kolur þó honum hafi ekki verið gefið formlega nafn enn þá. Kolur verður settur á en Páll segist ekki vita hvort hann verði notaður eða ekki, það fari eftir því hvernig hann þuklast.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira