Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2018 09:15 Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Hanna „Það er ljóst að opinberir aðilar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Það er sorglegt á 21. öldinni að við getum ekki haft meira gagnsæi og betri upplýsingar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um endurteknar framúrkeyrslur opinberra framkvæmda. Meðal framkvæmda sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun má nefna Braggann í Nauthólsvík sem er farinn rúmlega 160 prósent fram úr áætlun, Hlemm mathöll sem fór tæp 190 prósent fram úr áætlun, Hörpu sem fór um 120 prósent fram úr og þá munu Vaðlaheiðargöng fara umtalsvert fram úr áætlun. Þorgerður segir að auðvitað verði aldrei hægt að sjá allt fyrir og mannleg mistök séu gerð. „Við eigum samt að geta gert miklu betur. Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum.“ Í því sambandi bendir hún á þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og var flutt af Jóni Steindóri Valdimarssyni, samflokksmanni hennar. „Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“ Þorgerður segir ljóst að ýmis mistök hafi verið gerð. „Lykilatriðið er að það verði tekið á þessu og mistökin verði ekki gerð aftur. Það er sú krafa sem við stjórnmálamenn þurfum að hlusta á. Við þurfum að vera lausnamiðaðri en ekki fara í eitthvað ásakanaferli.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að heilt yfir þurfi óskhyggjan að víkja þegar kemur að áætlanagerð við opinberar framkvæmdir. „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“ Það þurfi að viðurkenna að oft sé verið að áætla of mikið fyrir of lítið fjármagn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
„Það er ljóst að opinberir aðilar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Það er sorglegt á 21. öldinni að við getum ekki haft meira gagnsæi og betri upplýsingar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um endurteknar framúrkeyrslur opinberra framkvæmda. Meðal framkvæmda sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun má nefna Braggann í Nauthólsvík sem er farinn rúmlega 160 prósent fram úr áætlun, Hlemm mathöll sem fór tæp 190 prósent fram úr áætlun, Hörpu sem fór um 120 prósent fram úr og þá munu Vaðlaheiðargöng fara umtalsvert fram úr áætlun. Þorgerður segir að auðvitað verði aldrei hægt að sjá allt fyrir og mannleg mistök séu gerð. „Við eigum samt að geta gert miklu betur. Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum.“ Í því sambandi bendir hún á þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og var flutt af Jóni Steindóri Valdimarssyni, samflokksmanni hennar. „Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“ Þorgerður segir ljóst að ýmis mistök hafi verið gerð. „Lykilatriðið er að það verði tekið á þessu og mistökin verði ekki gerð aftur. Það er sú krafa sem við stjórnmálamenn þurfum að hlusta á. Við þurfum að vera lausnamiðaðri en ekki fara í eitthvað ásakanaferli.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að heilt yfir þurfi óskhyggjan að víkja þegar kemur að áætlanagerð við opinberar framkvæmdir. „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“ Það þurfi að viðurkenna að oft sé verið að áætla of mikið fyrir of lítið fjármagn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira