Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2018 07:00 Lóðir aftan við einbýlishús á Einimel 22, 24 og 26 hafa verið teygðar í leyfisleysi út á túnið aftan við Vesturbæjarlaug og girtar af. Fréttablaðið/Anton Brink „Ef orðalagið „taka í fóstur“ er viðhaft hefur alltaf verið skýrt tekið fram að það feli ekki í sér yfirráð af neinu tagi og sérstaklega áréttað að ekki megi girða eða loka svæði af,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu 15. október að fram hefði komið í svari við fyrirspurn í borgarráði að við einbýlishúsin Einimel 22-26 hefði í leyfisleysi verið tekið land út fyrir mörk lóðanna sem fylgja húsunum. „Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ sagði í svarinu. Einn húseigendanna hélt því aftur á móti fram við Fréttablaðið að skikarnir við húsin þrjú væru sannarlega í fóstri. Kvaðst hann ekki veita almenningi aðgang. „Leyfi hefur aldrei verið veitt fyrir þessum girðingum. Það er einfaldlega verið að skoða það hvernig verður brugðist við,“ segir Bjarni Brynjólfsson um Einimelsmálið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó Aðspurður hvaða skikar og lönd séu með leyfi borgaryfirvalda í svokölluðu fóstri svarar Bjarni að skikar sem nái út fyrir lögmæt lóðamörk séu nokkuð víða. „Þetta er ekki skráð sérstaklega eða nákvæmlega á einum stað hjá borginni,“ segir í hann. Hægt sé að sjá þetta í borgarvefsjá með því að velja lóðamörk í valglugga og loftmynd. „Ef beiðnir hafa komið um slíkt frá húseigendum eða lóðarhöfum er almenna reglan sú að hafna beiðnum,“ svarar Bjarni um þær reglur sem gilda um lönd í fóstri. „Hins vegar hefur fólk fengið vilyrði til að gróðursetja á borgarlandi.“ Bjarni segir borgina og lóðaeigendur geta gert tímabundinn samning um tiltekin svæði án þess að það hafi áhrif á aðra þætti. „Ævinlega fylgir ákvæði um frjálsa för fólks um landið,“ ítrekar hann. „Reykjavíkurborg getur líka hagnast á því að fólk taki land í fóstur ef það hugsar um landið, tínir rusl, slær graslendi og heldur illgresi í skefjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Bjarni segir að í stöku tilfellum hafi lóðamörk verið útvíkkuð vegna gáleysis og þá séu húseigendur ekki í miklum lagalegum rétti. „Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda og um slíkt eru dæmi,“ segir hann og nefnir land við Urriðakvísl í Ártúnsholti þar sem Orkuveitan endurnýjaði lagnir sem lágu um fósturland. Við Rauðagerði séu lóðir sem voru „útvíkkaðar“. Þar hafi borgin verið að færa stíga og annað sem fari nær þessum lóðum. En hvernig er eftirliti með skikum í fóstri háttað? „Eftirlit með slíku landi er ekki virkt sem slíkt,“ svarar upplýsingafulltrúinn. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Ef orðalagið „taka í fóstur“ er viðhaft hefur alltaf verið skýrt tekið fram að það feli ekki í sér yfirráð af neinu tagi og sérstaklega áréttað að ekki megi girða eða loka svæði af,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu 15. október að fram hefði komið í svari við fyrirspurn í borgarráði að við einbýlishúsin Einimel 22-26 hefði í leyfisleysi verið tekið land út fyrir mörk lóðanna sem fylgja húsunum. „Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ sagði í svarinu. Einn húseigendanna hélt því aftur á móti fram við Fréttablaðið að skikarnir við húsin þrjú væru sannarlega í fóstri. Kvaðst hann ekki veita almenningi aðgang. „Leyfi hefur aldrei verið veitt fyrir þessum girðingum. Það er einfaldlega verið að skoða það hvernig verður brugðist við,“ segir Bjarni Brynjólfsson um Einimelsmálið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó Aðspurður hvaða skikar og lönd séu með leyfi borgaryfirvalda í svokölluðu fóstri svarar Bjarni að skikar sem nái út fyrir lögmæt lóðamörk séu nokkuð víða. „Þetta er ekki skráð sérstaklega eða nákvæmlega á einum stað hjá borginni,“ segir í hann. Hægt sé að sjá þetta í borgarvefsjá með því að velja lóðamörk í valglugga og loftmynd. „Ef beiðnir hafa komið um slíkt frá húseigendum eða lóðarhöfum er almenna reglan sú að hafna beiðnum,“ svarar Bjarni um þær reglur sem gilda um lönd í fóstri. „Hins vegar hefur fólk fengið vilyrði til að gróðursetja á borgarlandi.“ Bjarni segir borgina og lóðaeigendur geta gert tímabundinn samning um tiltekin svæði án þess að það hafi áhrif á aðra þætti. „Ævinlega fylgir ákvæði um frjálsa för fólks um landið,“ ítrekar hann. „Reykjavíkurborg getur líka hagnast á því að fólk taki land í fóstur ef það hugsar um landið, tínir rusl, slær graslendi og heldur illgresi í skefjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Bjarni segir að í stöku tilfellum hafi lóðamörk verið útvíkkuð vegna gáleysis og þá séu húseigendur ekki í miklum lagalegum rétti. „Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda og um slíkt eru dæmi,“ segir hann og nefnir land við Urriðakvísl í Ártúnsholti þar sem Orkuveitan endurnýjaði lagnir sem lágu um fósturland. Við Rauðagerði séu lóðir sem voru „útvíkkaðar“. Þar hafi borgin verið að færa stíga og annað sem fari nær þessum lóðum. En hvernig er eftirliti með skikum í fóstri háttað? „Eftirlit með slíku landi er ekki virkt sem slíkt,“ svarar upplýsingafulltrúinn.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00
Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12