Flugi FI511 hjá Icelandair frá Hamburg til Íslands hefur verið aflýst vegna vélarbilunar. Vélin átti að leggja af stað frá þýsku hafnarborginni klukkan 12:05 að íslenskum tíma.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ljóst að tafir verði á viðgerð. Unnið sé að því að koma farþegum á önnur flug á áfangastaði þeirra en á meðal þeirra er nokkur fjöldi Íslendinga.
