Eignarhaldsfélagið VGJ, sem er að mestu í eigu Eiríks Vignissonar, hagnaðist um liðlega 228 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent frá fyrra ári, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins.
Mestu munaði um söluhagnað hlutabréfa sem nam tæpri 201 milljón króna á árinu en arður af hlutabréfaeign félagsins var rúmlega 88 milljónir króna.
Eigið fé félagsins, sem er að 90 prósenta hluta í eigu Eiríks, framkvæmdastjóra Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, nam 5,4 milljörðum króna í lok síðasta árs en á sama tíma átti félagið eignir upp á 5,7 milljarða króna. Félag Eiríks er á meðal stærstu hluthafa í HB Granda, Heimavöllum og Kviku banka.
Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 500 milljónir króna í arð á þessu ári en auk Eiríks er Sigríður Eirískdóttir hluthafi í félaginu með 10 prósenta hlut.
Félag Eiríks með 5,4 milljarða í eigið fé
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent

Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon
Viðskipti innlent