Prófessor í bótarétti fékk ekki bætur úr málskostnaðartryggingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. október 2018 06:00 Eiríkur Jónsson lagaprófessor. Fréttablaðið/Eyþór Eiríkur Jónsson, prófessor í skaðabótarétti við Háskóla Íslands, átti ekki rétt á greiðslu bóta úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna máls sem hann hefur höfðað gegn íslenska ríkinu. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚRVá). Eiríkur var í hópi fimmtán umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem metnir voru hæfastir til starfsins en ekki í hópi þeirra sem dómsmálaráðherra lagði til að yrðu skipaðir. Hefur hann höfðað mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna fjártjóns af ákvörðun ráðherra en ríkið hefur nú þegar fallist á miskabótaskyldu. Aðalmeðferð í málinu var fyrir tæpum sex vikum og er dóms beðið. Áður en málið var höfðað taldi Eiríkur að hann ætti rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu sinni en vátryggingafélag hans hafnaði bótaskyldu þar sem málshöfðunin tengdist atvinnu hans. Slík mál væru undanskilin gildissviði tryggingarinnar. Eiríkur, sem er höfundur að fræðiriti um vátryggingarétt, sagði á móti að fyrirhugað dómsmál snerist ekki um starfskjör hans. Málið væri byggt á sakarreglunni og mismunareglu skaðabótaréttins en tekjur hans sem landsréttardómari væru hærri en þær tekjur sem hann hefur sem prófessor við Háskóla Íslands. ÚRVá taldi að málið snerist um fjártjón vegna framtíðartekjutaps og slíkur ágreiningur væri í skýrum tengslum við atvinnu Eiríks. Orðalag vátryggingarskilmálanna yrði ekki skilið svo að það næði aðeins til ágreinings vátryggðs og þess vinnuveitanda sem hann starfar hjá. Því var ekki fallist á bótaskyldu félagsins. Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Eiríkur Jónsson, prófessor í skaðabótarétti við Háskóla Íslands, átti ekki rétt á greiðslu bóta úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna máls sem hann hefur höfðað gegn íslenska ríkinu. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚRVá). Eiríkur var í hópi fimmtán umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem metnir voru hæfastir til starfsins en ekki í hópi þeirra sem dómsmálaráðherra lagði til að yrðu skipaðir. Hefur hann höfðað mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna fjártjóns af ákvörðun ráðherra en ríkið hefur nú þegar fallist á miskabótaskyldu. Aðalmeðferð í málinu var fyrir tæpum sex vikum og er dóms beðið. Áður en málið var höfðað taldi Eiríkur að hann ætti rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu sinni en vátryggingafélag hans hafnaði bótaskyldu þar sem málshöfðunin tengdist atvinnu hans. Slík mál væru undanskilin gildissviði tryggingarinnar. Eiríkur, sem er höfundur að fræðiriti um vátryggingarétt, sagði á móti að fyrirhugað dómsmál snerist ekki um starfskjör hans. Málið væri byggt á sakarreglunni og mismunareglu skaðabótaréttins en tekjur hans sem landsréttardómari væru hærri en þær tekjur sem hann hefur sem prófessor við Háskóla Íslands. ÚRVá taldi að málið snerist um fjártjón vegna framtíðartekjutaps og slíkur ágreiningur væri í skýrum tengslum við atvinnu Eiríks. Orðalag vátryggingarskilmálanna yrði ekki skilið svo að það næði aðeins til ágreinings vátryggðs og þess vinnuveitanda sem hann starfar hjá. Því var ekki fallist á bótaskyldu félagsins.
Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira