Prófessor í bótarétti fékk ekki bætur úr málskostnaðartryggingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. október 2018 06:00 Eiríkur Jónsson lagaprófessor. Fréttablaðið/Eyþór Eiríkur Jónsson, prófessor í skaðabótarétti við Háskóla Íslands, átti ekki rétt á greiðslu bóta úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna máls sem hann hefur höfðað gegn íslenska ríkinu. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚRVá). Eiríkur var í hópi fimmtán umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem metnir voru hæfastir til starfsins en ekki í hópi þeirra sem dómsmálaráðherra lagði til að yrðu skipaðir. Hefur hann höfðað mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna fjártjóns af ákvörðun ráðherra en ríkið hefur nú þegar fallist á miskabótaskyldu. Aðalmeðferð í málinu var fyrir tæpum sex vikum og er dóms beðið. Áður en málið var höfðað taldi Eiríkur að hann ætti rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu sinni en vátryggingafélag hans hafnaði bótaskyldu þar sem málshöfðunin tengdist atvinnu hans. Slík mál væru undanskilin gildissviði tryggingarinnar. Eiríkur, sem er höfundur að fræðiriti um vátryggingarétt, sagði á móti að fyrirhugað dómsmál snerist ekki um starfskjör hans. Málið væri byggt á sakarreglunni og mismunareglu skaðabótaréttins en tekjur hans sem landsréttardómari væru hærri en þær tekjur sem hann hefur sem prófessor við Háskóla Íslands. ÚRVá taldi að málið snerist um fjártjón vegna framtíðartekjutaps og slíkur ágreiningur væri í skýrum tengslum við atvinnu Eiríks. Orðalag vátryggingarskilmálanna yrði ekki skilið svo að það næði aðeins til ágreinings vátryggðs og þess vinnuveitanda sem hann starfar hjá. Því var ekki fallist á bótaskyldu félagsins. Dómsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Eiríkur Jónsson, prófessor í skaðabótarétti við Háskóla Íslands, átti ekki rétt á greiðslu bóta úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna máls sem hann hefur höfðað gegn íslenska ríkinu. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚRVá). Eiríkur var í hópi fimmtán umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem metnir voru hæfastir til starfsins en ekki í hópi þeirra sem dómsmálaráðherra lagði til að yrðu skipaðir. Hefur hann höfðað mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna fjártjóns af ákvörðun ráðherra en ríkið hefur nú þegar fallist á miskabótaskyldu. Aðalmeðferð í málinu var fyrir tæpum sex vikum og er dóms beðið. Áður en málið var höfðað taldi Eiríkur að hann ætti rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu sinni en vátryggingafélag hans hafnaði bótaskyldu þar sem málshöfðunin tengdist atvinnu hans. Slík mál væru undanskilin gildissviði tryggingarinnar. Eiríkur, sem er höfundur að fræðiriti um vátryggingarétt, sagði á móti að fyrirhugað dómsmál snerist ekki um starfskjör hans. Málið væri byggt á sakarreglunni og mismunareglu skaðabótaréttins en tekjur hans sem landsréttardómari væru hærri en þær tekjur sem hann hefur sem prófessor við Háskóla Íslands. ÚRVá taldi að málið snerist um fjártjón vegna framtíðartekjutaps og slíkur ágreiningur væri í skýrum tengslum við atvinnu Eiríks. Orðalag vátryggingarskilmálanna yrði ekki skilið svo að það næði aðeins til ágreinings vátryggðs og þess vinnuveitanda sem hann starfar hjá. Því var ekki fallist á bótaskyldu félagsins.
Dómsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira