Tvö stór bandarísk herskip sem snéru við til Íslands eftir að hafa fengið á sig brotsjó á leið til Noregs, og komu aftur til Reykjavíkur í gær, voru þar enn snemma í morgun. Eftir því sem fréttastofa kemst næst meiddust tólf sjóliðar við þetta, en enginn alvarlega.
Nokkrir þeirra voru þó fluttir á slysadeild til aðhlynningar og skoðunar, en útskrifaðir að því loknu. Einhverjar skemmdir urðu á öðru skipinu, en ekki liggur fyrir hvort gert verður við þær hér á landi.
